Húnavaka - 01.05.1971, Page 92
í)0
HÚ NAVAKA
föðuramma og tvær systur frá Balaskarði, búferlum út að Hofi á
Skagaströnd og fórum að biia þar. Þá var lítið eða ekkert um ak-
færa vegi á þessari leið, og allir flutningar fóru fram á liestum. Þá
var Hiittur tekinn, lagt við hann beizli, settur á bann reiðingur
og hann látinn bera klyf eins og aðrir fulltamdir hestar. Hann varð
undir eins þægur og góður áburðarhestur, ófælinn, en hafði til
að vera styggur, ef ókunnir vildu taka hann og leggja á hann
reiðver, hvort sem um hnakk eða reiðing var að ræða.
Hrossin á Balaskarði höfðu vanizt sérlega góðum sumarhögúm.
Var því sízt að undra, þó að þau væru ókyrr í högum á Hofi fyrsta
sumarið. Þá var stór og mikil gaddavírsgirðing komin um Harra-
staðatún og náði sú girðing alla leið niður að sjó og varðaði veginn,
sem lá þar þá, svo að hrossin komust ekki lengra. Tveir hestar,
sem Pétur átti, Bleikur og Höttur, voru mikið notaðir saman.
Bæði við búferlaflutninginn, kaupstaðarferðir, plægingar, hey-
flutning o. fl„ sem þurfti að nota hesta við. Báðir voru þessir hest-
ar jafnþægir til hverrar þeirrar vinnu, sem þeir voru notaðir til.
Þegar votaband var flutt af engjum á Hofi voru baggahestarnir
allaf reknir. Yfir keldur og blauta flóa var að fara, svo að ekki
reyndist fært að teyma í lest. Alltaf fylgdust þessir tveir hestar að,
unnu saman á sumrin og stóðu við sama stall á vetrum. Strok
„fram á Dal“ þurfti ekki lengur að óttast.
Hrossin, sem við komum með frá Balaskarði, hurfu smátt og
smátt úr hópnum og ný bættust í stað jreirra gömlu. Bleikur og
Höttur voru báðir orðnir gamlir og lífsreyndir hestar.
Nú kom að því, að Bleikur var felldur, eitt haustið, en Höttur,
sem var einum fjórum árum yngri horfði á bak vini sínum. Nú
var vinur hans, félagi og starfsbióðir horfinn honum sjónum. Aðrir
hestar, yngri í hrossahópnum voru honurn lítt að skapi. Hann
hafði ekki bundið félagsskap við þá, og hann gerðist nú einrænn
og ófélagslyndur við tömdu hrossin. Helzt vildi hann vera niður
með Hofsá, fyrir neðan tún, þó að önnur hross væru uppi í Ásum,
eða úti í Melum. Þegar leið á fyrsta sumarið, eftir að Bleikur var
felldur, ágerðist þunglyndi Hattar. Hann varð styggur og erfiður
að rekast í rétt, þó að önnur hross færu greiðlega í réttina, en alltaf
var hann jafnþægur til vinnu, þegar búið var að beizla hann.
Þegar mánuður var til rétta, þetta fyrsta sumar, hvarf Höttur
úr heimahögum og fannst ekki, þó að grennslazt væri um hann