Húnavaka - 01.05.1971, Side 93
HÚNAVAKA
91
og spurt um hann á nágrannabæjunum. Hann hafði ekki sézt. Eftir
hálfan mánuð fréttist til hans. Hann var kominn fram að Bala-
skarði. Þar hélt hann sig í stóði, og var nú kátur og léttlyndur.
Hann hafði þá eftir allt saman, 13 ár samfleytt, ekki gleymt æsku-
stöðvunum sínum kæru og góðu. Fyrir réttir var Höttur sóttur
fram eftir og bar nú ekkert á, að hann sýndist líklegur til stroks.
Leið nú veturinn og fram eftir sumri, annað sumarið, en einrænn
var hann eins og sumarið áður. Síðla þetta sumar hvarf hann aftur
um svipað leyti og aftur fór hann beina leið fram að Balaskarði,
enda var nú engin Harrastaðagirðing á leiðinni til hindrunar.
Höttur fékk að vera í sumarfríi þar fram um réttir, og enn átti
hann að lifa næsta vetur. Höttur var nú að byrja 19. veturinn.
Þessi vetur reyndist kvala- og sorgartími fyrir Hött og eins fyrir
okkur bræðurna tvo, sem ætíð höfðum verið með honum í blíðu
og stríðu, glaðzt með honum á góðum dögum, erfiðað með hon-
um í erfiðleikum og nú þjáðst með honum á þjáningastundum.
Þegar kom fram yfir veturnætur, og Höttur fyrir nokkru kom-
inn á „hús og hey“ fór að bera á því, að hann átti örðugt með að
tyggja fóðrið. Þegar að var gætt kom í ljós, að beinvöxur var að
myndast innan á öðrum neðri kjálkanum utan um tvo jaxlana.
Þessi beinvöxtur virtist valda miklum þrautum. Við töluðum
fljótlega við lækni. Hann kallaði þeitta æxli beingadd.
Læknirinn sendi okkur meðöl, bæði til inngjafar og áburðar,
en taldi þó litla von um bata, og þó helzt, ef hægt væri að halda
hestinum lifandi fram á vor, þar til nýr gróður kæmi.
Við létum hestinn lifa fram eftir vetri í þeirri trú, að okkur
mundi takast að lækna hann. Við treystum á Jrrek hans og dugnað,
þrátt fyrir þær þrautir, sem hann leið. Þegar kom fram á góu og
stöðugt hnignaði þarfasta þjóninum okkar, var það einn sólskins-
dag, að við bræðurnir tveir teymdum Hött heim túnið á Hofi,
annar með byssu í hendinni. Þegar við komum heim undir bæinn,
í stórar þúfur, sem við höfðum enn ekki plægt, felldum við Hött,
þennan fallega hest og þarfa þjón, sem svo lengi hafði starfað með
okkur og lifað með okkur. Þar er gröf hans. Minningin lifir ljúf-
sár og heit um hestinn, sem mundi allt sitt líf. Hann var kallaður
skynlaus skepna, en sýndi það, að hann mundi æsku sína, og öll
æviár geymdi hann minninguna um dalinn sinn, þar sem vagga
hans stóð, — og þangað leitaði hann, þegar söknuðurinn varð