Húnavaka - 01.05.1971, Síða 94
92
HÚ NAVAKA
þjónsskyldunni yfirsterkari. Þar vildi hann dveljast síðustu stund-
irnar og hugsa til vinanna og félaganna, sem voru horfnir og hann
vissi ekki gjcirla hvað orðið var af. Við skulum g:eta að því, að hús-
dýrin okkar eru ekki skynlausar skepnur.
HRAPPUR
Snemma vors 1938 fæddist í Álfhóli svartbotncktur hvolpur með
gul gleraugu. Móðir hans, Fjára, sem bar sama lit og hann, var
ágætis fjárhundur, og reyndin varð sú, að sonurinn fékk í vöggu-
gjöf, því að í vöggu var hann, jró að Jrað væri moldarbæli í eld-
húshorni, marga beztu kosti móður sinnar. Ég átti þá heima á Hofi
og var lnindlaus. Ég fékk Jrennan livolp gefins og þóttist hafa
fengið góða gjöf. Ævi hans var að vísu óráðin og hæfileikar hans
sem fjárhunds óreyndir. Hann kom til mín þriggja mánaða gamall,
lieldur lítill var hann, en nokkuð bústinn, stuttur og digur og sýnd-
ist sverari en hann var vegna þess, að hann var hálfloðinn. Það var
ekki búið að sleppa fénu Jretta vor. Við þurftum að sækja Jrað niður
á Flóa og stundum allt niður að sjó. Nú vildi ég strax reyna hæfi-
leika hvolpsins og kallaði á hann með mér.
I'egar við komum að túngirðingunni neðan við túnið, hljóp
hvolpurinn eins hrattt og hann gat heim og inn í bæ, sem stóð
opinn og anzaði mér ekki, þc') að ég reyndi að kalla á hann. Ég
nennti ekki að fara heim aftur að sækja hann. Bjóst við, að það
gerði ekki svo mikið til, ég mundi koma fénu heim án hans. Þá
gaf ég honum nafnið, sem hann bar allt til æviloka. (Datt í hug
Svika-Hrappur).
Nokkrum dcigum síðar fór ég aftur á stað að sækja féð. Nú vildi
ég ekki láta Hrapp svíkja mig. Ég tók hann og bar í fanginu niður
fyrir girðingu niður á Flcia. F.nda kom hann nú með mér og sveik
mig aldrei alla ævina, utan þetta eina sinn.
Hrappur reyndist vitur, tryggur og góður hundur húsbónda
síns. Snenuna varð hann sérlega góður fjárhundur, og hefði þó
getað orðið betri, ef meiri alúð hefði verið lögð við að venja hann.
Hann var ónýtur í hrossum, meinlaus og beit aldrei. Ágætur rekstr-
^rhundur, hvort sem rekið var hross eða fé, en liann var ekki