Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 95
HÚNAVAKA
03
allra. Ég einn gat notað hann og hann vildi ekki hafa aðra hunda
með sér. Honnm fannst þeir vitlausir og vildi ekki taka þátt í
axarsköftnm þeirra og frekju. Ýmsir þættir í lífi hans voru at-
hyglisverðir og báru vott um mikið vit. Sumt heimilisfólkið hafði
horn í síðu hans. Þegar pabbi, sem enn var lifandi, vildi láta hann
reka kindur, sem komizt höfðu í túnið, gerði hann það ekki, held-
ur fór inn í bæ, en kæmi ég til og benti honum, stóð ekki á hon-
um að hlaupa. Hann fór alltaf þegjandi og gelti ekki, nema kind-
ur stæðu fyrir honum. Hann beit aldrei kind, en samt gat ég náð
hverri kind með honum, og jafnvel vorlambi, ef móðirin var ekki
með til þess að verja það. Hann hafði þá aðferð að hlaupa kring-
um kindina og snúa henni í hringi, þar til hún fékk svima og
stóð kyrr. Oft náði hann vorlambi, sem ekki vildi rekast í rétt með
sömu aðferð, hann skreið og jafnvel lagðist framan við þau, en
sneri þeim áfram í hringi ef þau vildu ekki standa kyrr, þar til
maðurinn kom að taka þau, en ég varð að vera viðstaddur. Einn
mikilsverður kostur Hrapps var það, að hann elti engan í kaup-
stað eða til næstu bæja, ekki heldur mig.
Ef hann sá ferðasnið á mér, fór hann upp á stigapall og lagð-
ist þar, en þar var oftast bæli hans, og reyndi ekki að elta mig, en
fylgdi mér að öðru leyti hvenær sem ég fór af bæ að sækja hesta,
smala fé og ganga til sláttar á engjar. Þegar ég fór í fjallgöngur,
ríðandi í ferðafötum, varð ég að kalla á hann. Aldrei fór hann inn
á öðrum bæjum, Jregar ég fór í fjárgöngur, þá sat hann hjá hesti
mínum eða hnakk, ef ég spretti af hestinum. Þegar ég rak slátur-
fé í kaupstað, fylgdi hann mér ótilkvaddur, en lá hjá hesti mín-
um eða við hesthúsdyr meðan ég var í kaupstaðnum.
Eftir er að segja frá því sérkennilegasta við þennan vitra og
trygga vin. Meðan börn mín voru lítil, öll sjö, leit hann oftast
nær eftir þeim úti við, þegar þau voru að leika sér og gætti þess
þá vandlega, að ekkert yrði að þeim, og eins ef ókunnir hundar
komu nær þeim, þar sem þau voru við bú sín og leikföng. — Ef
ókunnur hundur nálgaðist réðst hann hiklaust á hann og vildi
reka hann burtu eða minnsta kosti verja börnin fyrir honum. —
Hrappur var ónýtur í áflogum, en það aftraði honum ekki frá að
reyna hvað hann gæti varnað óvelkomnum hundi að koma of nærri
börnunum, og hann hætti ekki fyrr, en ókunni hundurinn var rek-
inn út úr bænum, eða burtu frá krökkunum svo Jrau væru örugg