Húnavaka - 01.05.1971, Page 96
94
HÚNAVAKA
fyrir þessum óvini. Oft var það þegar snjór var mikill framan í
Hjallhólnum, og krakkarnir voru að renna sér á fjölum eða sleða í
brekkunni, að Hrappur sat uppi á skafli skammt frá og virtist líta
eftir að allt væri í lagi; ef út af bar, fór hann að ýlfra og var þá að
láta í ljós ótta sinn eða kvíða, að nú væri eitthvað öðruvísi en æski-
legt væri. Hrappur hafði þann leiða galla að elta bíla, sem um veg-
inn fóru og varð þá oft mjög æstur og gelti. Hann var enn lifandi
þegar við fluttum búferlum frá Hofi hér í kauptúnið. Við settumst
að við einu og aðalumferðagötu þorpsins. Það reyndist hættulegt.
Nú var Hrappur orðinn gamall, feitur og stirður, en samt gat hann
ekki látið bílana í friði. Hann hafði því í mörgu að snúast, þegar
bifreiðaumferð var mikil. Eitt sinn síðla, fyrsta sumarið, sem við
vorum búsett hér í kauptúninu, rann bíll fram hjá, sem nokkrir
hundar eltu. Hrappur vildi ekki verða síðastur og lenti í hunda-
þvijgunni. Einhver hundurinn hratt honum þá svo nærri öðru
afturhjóli bílsins, að Hrappur meiddi sig mikið, þó að hann yrði
ekki undir bílnum. Ég vildi ekki láta hann lifa við kvalir eða ör-
kuml. Hann var búinn að lifa sitt fegursta; þjóna fjölskyldu okkar
vel og lengi með tryggð og trúnaði.
Ég fékk vin minn, sem hér er enn á lífi til að skjóta hann. Hann
vann verk sitt vel, sem ég vissi, að hann mundi gera.
Jarðarför Hrapps fór fram að viðstöddum flestum úr fjölskyld-
unni.
Þetta eru frásagnir um skynlausu skepnurnar okkar, sem við köll-
um oft svo. En hversu miklu væri líf okkar hjarðmanna gleðisnauð-
ara og fátæklegra ef við hefðum ekki þessa vini okkar til að blanda
geði við og lifa með.
Vita húsdýrin okkar ekki margt um lífið, jró að þau geti ekki tjáð
sig á þann hátt, sem við viljum vera láta.