Húnavaka - 01.05.1971, Page 99
GUÐMUNDUR KR. GUÐNASON:
Bænda för Austur-Húnvetninga
um Suáurland 1957
Það mun hafa verið um miðjan maímánuð vorið 1957, að það
kom til tals, að Austur-Húnvetningar efndu til bændafarar, ef nægi-
leg þátttaka fengist í hreppum sýslunnar, en þeir eru tíu að tölu.
Talað var um, að hópurinn yrði 60 manns, en ef fólkið yrði
fleira, var talið erfiðleikum bundið, að hægt yrði að taka á móti
því og útvega gistingu. Ákveðið var, að farið skyldi um Suðurlands-
undirlendi, allt austur að Kirkjubæjarklaustri og þar snúið við.
Stjórn Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu símaði til for-
manna búnaðarfélaga í hreppum sýslunnar, og bað þá að annast
um söfnun þátttakenda í ferðina. Gekk sú söfnun greiðlega og söfn-
uðust 60 þátttakendur.
Sunnudaginn 16. júní var ákveðið að leggja af stað, og skyldi
farkostur verða 2 stórir bílar frá Norðurleið h.f.
Klukkan 9 sunnudagsmorguninn 16. júní var lagt af stað frá
Kaupfélagi Skagstrendinga, en þar höfðu þátttakendur ferðarinnar
safnast saman úr Skagahreppi, en þeir voru 8 talsins, og úr Höfða-
hreppi voru þátttakendur 13 að tölu. Fyrst var stanzað á Blöndu-
ósi dálitla stund, en þar höfðu þátttakendur úr öðrum hreppum
sýslunnar safnast saman. Gjaldkeri fararinnar var skipaður Þórður
Pálsson bóndi í Sauðanesi, og bað hann þátttakendur að greiða
hluta fargjaldsins. Fararstjóri var ráðinn Hilmar A. Frímannsson
bóndi á Fremstagili í Langadal. Síðan var haldið af stað og var
ákveðið, að ekki skyldi stanzað fyrr en í Bifröst í Borgarfirði, og
þar snæddur hádegisverður í boði Búnaðarsambands Borgarfjarðar-
sýslu.
Klukkan mun hafa verið að byrja að ganga tvö er komið var að
Bifröst. Voru þar samankomnir allmargir bændur úr Borgarfirði,
7