Húnavaka - 01.05.1971, Síða 100
98
HÚNAVAKA
til þess að taka á móti ferðafólkinu. Það skal tekið fram, að um
morguninn var veður fremur drungalegt, norðan kaldi, rigningar-
súld og þoka, en birti til þegar kom suður fyrir Holtavörðuheiði.
Sverrir Gíslason bóndi í Hvammi í Norðurárdal, formaður Stétta-
sambands bænda, ávarpaði ferðafólkið undir borðum og einnig
flutti ræðu sr. Guðmundur Sveinsson skólastjóri Samvinnuskólans
í Bifröst. Hilmar A. Frímannsson fararstjóri jrakkaði fyrir hönd
ferðafólksins. Að loknu borðhaldi sýndi sr. Guðmundur Sveinsson
skólastjóri húsakynni Samvinnuskólans, sem eru hin vistlegustu í
alla staði. Frá Bifröst var haldið áleiðis að Varmalandi að skoða
barnaskólann ])ar og byggðasafn, sem er í skólanum. Að Varma-
landi er einnig húsmæðraskóli, en honum hafði verið slitið daginn
áður, og var j)ví enginn í honum og jrví ekki hægt að skoða hann.
Nokkrir Borgfirðingar slógust með í fiirina að Varmalandi og
Reykholti, en þangað var farið. F.n jrar sem koma ferðafólksins hafði
ekki verið boðuð þangað, var ])ví miður ekki hægt að skoða húsa-
kynni skólans í Reykhoki, eins og æskilegt hefði verið. Næsti á-
fangastaðtir var ákveðinn að Hvanneyri og jrar skyldi drukkið
kaffi í boði Guðmundar Jónssonar skólastjóra bændaskólans. Undir
borðum ávarpaði Guðmundur skólastjóri fólkið og skýrði hann frá
búnaðarháttum skólans og fleiru í starfi hans. F.innig flutti ræðu
þar Jón Guðmundsson fyrrum bóndi á Torfalæk, en hann er faðir
Guðmundar skólastjóra. Fararstjórinn Hilmar A. Frímannsson
Jrakkaði fyrir hinar rausnarlegu veitingar. Er staðið var upp frá
borðum var staðurinn skoðaður undir leiðsiign Guðmundar skóla-
stjóra. Á Hvanneyri eru miklar byggingar, svo sem geymslur fyrir
vélar, fjós fyrir fjölda nautgripa, hlöður og fjárhús. Einnig er á
Hvanneyri kirkja og er hún frekar lítil en fögur og vel við haldið.
Frá Hvanneyri var ekið sem leið liggur fyrir Hafnarfjall, Hval-
fjarðarstriind og fyrir Hvalfjiirð og til Reykjavíkur. Þar skyldi gist,
og varð hver að sjá um sig sjálfur, {). e. að útvega sér samastað og
mun j)að hafa gengið vel. Ákveðið var að halda kyrru fyrir í Reykja-
vík næsta dag, en jrað var 17. júní, — Þjóðhátíðardagurinn. Gat
fólkið þá skennnt sér eftir því sem hver vildi.
Þann 17. júní var hið fegursta veður, glam])andi sólskin og logn.
Allir voru í hátíðaskapi og tóku þátt í hátíðahöldum dagsins, sem
voru fjiilbreytt að vanda. — í Reykjavík var margt að sjá fyrir
þann, sem aldrei hafði komið þar áður, en svo var með ])ann, er