Húnavaka - 01.05.1971, Síða 104
102
HÚNAVAKA
bændaför, sem hann tók þátt í sumarið 1910. Þá var einnig ferðast
nm Suðurland, en þá voru ekki bílarnir komnir til sögunnar, svo að
ferðast var á hestum. Sagði Jónatan skemmtilega frá þessari bænda-
för. Margir fleiri töluðu, en því miður man ég ekki nöfn þeirra.
Þegar borðhaldi var lokið, var farið að skoða sig um á staðnum, en
þar sem langt var liðið á kvöld var fremur stuttur tími til þess. —
Kirkjuorganleikarinn, Óskar Jónsson, bauð ferðafólkinu að sýna
því kirkjuna og var Jjað boð þegið með þökkum. Hann lék á orgelið
og fólkið söng sálma, og varð mikil Jjröng á söngpallinum. Óskari
var þakkað fyrir þessa ánægjulegu stund. Kirkjan í Vík í Mýrdal
stendur á fögrum stað á háum hól og er víðsýni mikið frá henni.
Þegar búið var að skoða kirkjuna fóru flestir að ganga til náða.
Sumir fengu inni í gistihúsinu, en aðrir hér og Joar í kauptúninu.
Ég og tveir menn aðrir, þeir Guðmundur Sigurjónsson á Réitsstöð-
um í Svínadal og Sverrir Haraldsson í Gautsdal á Laxárdal, gistum
í Suður-Vík.
Miðvikudaginn 19. júní kl. 9 að morgni var lagt af stað frá Vík og
haldið austur yfir Mýrdalssand. Trúað gæti ég jrví, að óhugnanlegt
væri að vera á ferð yfir Mýrdalssand í náttmyrkri og hríð, þar sem
ekkert er til að glöggva sig á, enda hafa margir sjómenn borið
beinin á Mýrdalssandi fyrr á öldum. Þá voru ekki komin skip-
brotsmannaskýli eins og nú eru víða meðfram ströndum lands-
ins, en það er önnur saga. Stanzað var austast á sandinum, þar sem
Laufskálar nefnast og voru þar hlaðnar grjótvörður. Gömul munn-
mæli segja, að enginn vegfarandi megi fara þar hjá án þess að hlaða
vörðu, og eru þær orðnar nokkuð margar grjótvörðurnar hjá Lauf-
skálurn. Eftir nokkra keyrslu var komið austur að Hólmsá í Skaftár-
tungu. Þar er sú sérkennilegasta og ég vil segja asnalegasta brú, sem
ég hefi séð, því að hún er þannig að á henni miðri er kröpp beygja.
Það tók langan tíma að koma bílunum yfir brúna, sjálfsagt næstum
því klukkustund, vegna þess að það þurfti að færa bílana til með
tjakk. Síðan var haldið áfram austur og ekki stanzað fyrr en á
Kirkjubæjarklaustri og þar var borðað.
Er borðhaldi var lokið lýsti Siggeir Lárusson staðnum. Þá var
ákveðið að fara austur að Núpsstað, sem er austur við Núpsvötn,
stutt frá Lómagnúp. Ekið var í gegn um Skaftáreldahraun og tók
klukkustund að aka í gegnum hraunið. Þegar komið var austur að
Núpsstað, fóru margir heim á staðinn og skoðuðu hann og töluðu