Húnavaka - 01.05.1971, Page 106
104
HÚNAVAKA
isfjall, sumir gangandi og aðrir á jeppum, og var förinni upp lieit-
ið til þess að skoða Lóranstöðina, (en það er flugvélamiðunarstöð)
sem þar er. Fagurt útsýni er af Reynisfjalli, en Jrví miður var ekki
hægt að njóta útsýnisins eins vel og æskilegt hefði verið, því að
komið var að miðnætti og himinninn fremur þungbúinn og fjöll
hulin mistri eða móðu. Er komið var ofan af fjallinu var gengið
til náða.
Fimmtudagur 20. júní. Þegar morgunkaffi hafði verið drukkið
á hótelinu í Vík, var lagt af stað vestur á bóginn og var næst stanzað
á Skógasandi. Þar kom á móts við fólkið Árni Jónasson bóndi á
Ytri-Skógum. Skýrði hann frá merkilegu sandgræðslustarfi á Skóga-
sandi. Hann sagði, að sumarið 1956 hefði 15.400 sauðfjár gengið
á 100 hektara landi, sem grætt var á sandinum, og hefðu ærnar
verið vænni en þær, sem komu af fjalli um haustið, en lömbin
léttari. Hann sagði, að nú hefðu þessar gróðurtilraunir verið aukn-
ar á sandinum að nokkru ráði og væri það von manna, að það yrði
til hagsbóta fyrir bændur. Farið var að Skógafossi, en hann er tal-
inn vera með fegurstu fossum landsins og er hann J>að með réttu.
Síðan var haldið af stað og stanzað næst á Þorvaldseyri. Eggert
Ólafsson bóndi þar skýrði frá búskap sínum, en hann er með stór-
bú. Frá Þorvaldseyri var ekið vestur um Landeyjar og stanzað næst
á Hellu á Rangárvöllum og setzt að snæðingi í boði Kaupfélagsins
„Þór“.
Ingólfur Jónsson kaupfélagsstjóri og alþingismaður ávarpaði
ferðafólkið, og einnig talaði Sigurjón Sigurðsson bóndi í Raftholti,
en fararstjórinn flutti þakkarræðu. Frá Hellu var ekið um Skeið
og Hreppa og aðeins stanzað ofurlitla stund hjá Grafarbakka í
Hrunamannahreppi og skýrði Hjalti Gestsson ráðunautur frá bæj-
um þar í kring og fleiri örnefnum. Síðan var ekið að Gullfossi og
drukkið kaffi í boði Búnaðarsambands Biskupstungna.
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu í Biskupstungum, for-
maður Búnaðarfélags íslands, flutti ávarp, en fararstjé>rinn, Hilmar
Frímannsson, þakkaði fyrir rausnarlegt kaffiboð. Frá Gullfossi var
ekið að Geysi í Haukadal, en því miður sýndi hann ekkert gos,
þrátt fyrir það, þótt látin væri í hann sápa, en það fréttist daginn
eftir, að Geysir hefði gosið miklu gosi, þegar fólkið var nýlega farið.
Hann getur víst verið duttlungafullur ef svo ber við, að því að sagt
er. Um kvöldið var ferðafólkinu dreift á bæi í Biskupstungum til