Húnavaka - 01.05.1971, Page 107
HÚNAVAKA
105
gistingar. Gisti ég og Sverrir Haraldsson á Torfastöðum hjá ungum
hjónum, Katli Kristjánssyni og Ingibjörgu Einarsdóttur. Þar var
til heimilis fyrrverandi nágranni okkar Sverris, Guðmundur Ingi-
marsson, sem fyrir 10 árum bjó í Mjóadal á Laxárdal. Vorum við
Sverrir þarna um nóttina í hinu bezta yfirlæti og nutum gestrisni
þessara ágætu hjóna. Morguninn eftir fengum við Sverrir að skoða
kirkjuna á Torfastöðum.
Föstudagur 21. júní. Klukkan tíu um morguninn var ekið að
Skálholti og staðurinn skoðaður. Hjalti Gestsson ráðunautur talaði
um staðinn og skýrði frá ýmsu, sem þar var að sjá. í Skálholti var
verið að byggja kirkju. Frá Skálhoíti var svo farið að Laugarvatni
og snæddur hádegisverður í borðsal skólans í boði Búnaðarfélags
íslands. Undir borðum fluttu ræður Þorsteinn Sigurðsson formaður
Búnaðarfélags íslands, Böðvar Magnússon á Laugarvatni, Bjarni
Bjarnason skólastjóri héraðsskólans á Laugarvatni og Sveinn Þórðar-
son skólastjóri menntaskólans á Laugarvatni. En fyrir hönd ferða-
fólksins töluðu fararstjórinn, Hilmar A. Frímannsson, Bjarni Jón-
asson bóndi á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og Hjalti Gestsson ráðu-
nautur.
Frá Laugarvatni var svo farið áleiðis til Þingvalla og drukkið
kaffi í Valhöll og staðurinn skoðaður undir leiðsögn sr. Jóhanns
Hannessonar þjóðgarðsvarðar. Frá Þingvöllum var ekið um Mos-
fellsheiði og stanzað í Hlégarði í Mosfellssveit og snæddur kvöld-
verður í boði Búnaðarsambands Kjalarnesþings. — Margar ræður
voru fluttar og meðal þeirra, sem töluðu var, Ólafur Bjarnason í
Brautarholti á Kjalarnesi. Síðan var ekið til Reykjavíkur og um
kvöldið var drukkið kaffi í boði Húnvetningafélagsins í Reykjavík
í Góðtemplarahúsinu. Þessi hófi stjórnaði Finnbogi Júlíusson for-
maður Húnvetningafélagsins. Voru fluttar margar ræður í þessu
hófi, sem var hið ánægjulegasta. Sýndar voru kvikmyndir. Er hóf-
inu lauk, varð hver að útvega sér gistingu sjálfur og mun það hafa
gengið fljótt og vel.
Laugardagur 22. júní. Skoðuð Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufu-
nesi. Síðan var setzt að borðum í samkomusal verksmiðjunnar. Ræð-
ur fluttu Vilhjálmur Þór svo og forstjóri verksmiðjunnar, en farar-
stjóri þakkaði móttökurnar.
Síðan var ekið að Korpúlfsstöðum, en þar rekur Reykjavíkurbær
stórbú. Þar eru miklar byggingar og margir nautgripir og voru