Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 109
BJARNI JÓNASSON, Eyjólfsstöðum:
Höfuéból og eyðibýli
Brot úr sögu Undirfells i Vatnsdal.
,,Hver eirm bær á sína sögu,
sigurljóð og raunabögu.
Tíminn langa dregur drögu,
dauða og lífs er enginn veit.“
Matthías Jochumsson.
Frá Jornu fari hefir verið mikill munur á stærð og gæðum bú-
jarða hér á landi. Á meðan náttúrugæðin ein sköpuðu að mestu
kosti jarðanna, og mannshöndin lét að miklu leyti afskiptalaust,
hvað jarðirnar gáfu af sér hverju sinni, komu greinilega í ljós kostir
hinna betri jarða, í afkomu fólksins, sem á þeim bjó. Þessar góðu
jarðir voru því snemma eftirsóttar til ábúðar og þeir, sem meira
máttu sín í þjóðfélaginu nutu þeirra að jafnaði. Hinir, sem minna
máttu sín og verri aðstöðu höfðu, urðu að sætta sig við lélegri jarð-
irnar og lélegustu kotin, sem oft voru svo léleg að náttúrugæðum,
að varla var hægt að draga þar fram lífið fyrir fjölskyldufólk. Á
síðari tímum, eftir að aðstaða hefir myndast til að bæta jarðir, með
margvíslegum umbótum, svo sem ræktun, girðingum, framræslu,
áveitum o. fl., hafa bújarðir orðið mikið jafnari, en áður var. Þó er
í flestum sveitum mikill munur á jörðunum enn í dag. Eftirtektar-
verðast er þó, að nú sér maður víða jarðir, sem áður fyrr voru taldar
til höfuðbóla, vera komnar í eyði, en aftur á móti kot, sem talin
voru lítt byggileg fyrir 2—3 mannsöldrum, blómlegar bújarðir með
mikla framtíðarmöguleika. Þannig hefir tæknin á vélaöld skapað
þeim nýja möguleika, sem haft hafa vilja og getu til að hagnýta
sér hana.
Á meðan prestssetur voru í flestum sveitum á íslandi, voru
prestssetursjarðirnar oftast valdar með það fyrir augum, að þær
væru góðar bújarðir, enda voru laun presta þá lítið annað en afnot