Húnavaka - 01.05.1971, Síða 110
108
HÚNAVAKA
jarðanna, sem jreir bjuggu á, svo og eftirgjald kirkjujarða, ef þær
voru einhverjar. Það var því mjög eðlilegt, að betri jarðirnar væru
valdar til ábúðar fyrir prestana, enda munu þer flestar hafa verið
taldar til höfuðbóla. Ein slík prestssetursjörð var Undirfell í Vatns-
dal. Þar var kirkja byggð snemma á öldum, og var hún kennd við
hinn heilaga Nikulás. Másstaðir voru annexía frá Undirfelli. Þar
var Kristskirkja.
Fyrst er getið um þjónandi prest á Undirfelli um 1243, Bárð í
Hvammi, og næstur á eftir honum þjónar Undirfellssókn Guðni í
Hvamnri, frá 1318—1340. Þá tekur þar við Bessi á Másstöðum, sem
þjónar frá 1340—1382. Knútur Steinólfsson þjónar svo staðnum frá
1382—1429. Mjiig er líklegt að Jmír hinir fyrstu klerkar, sem sögur
fara af, hafi ekki búið á Undirfelli, en með Knúti Steinólfssyni hefst
föst búseta presta á Undirfelli, sem varir að mestu samfleytt til árs-
ins 1906 eða í 524 ár
Röð prestanna, sem búa á Undirfelli næstu aldir, er sem liér segir:
Hermann Jónsson frá 1429—1486. Arnoddur Einarsson frá 1486—
1534. Ólafur Guðmundsson frá 1534—1540. Jón Sigurðsson frá 1540
— 1569. Bjarni Helgason frá 1569—1588. Stefán Guðmundsson frá
1588—1611. Háldán Rafnsson frá 1612—1655. Ólafur Hálfdánarson
var aðstoðarprestur hjá föður sínum í 8 ár eða til 1662. Næstu fjögur
árin virðist, eftir heimildum, enginn prestur sitja Undirfell. Árið
1666 tekur Þórður Þórláksson við staðnum og heldur hann næstu
fjögur árin eða til og með árinu 1670, en missir jrá hempuna vegna
hórdómsbrots. Þórður var sonur Þórláks Þórðarsonar, bónda, á
Marðarnúpi og konu hans, Sólveigar Björnsdóttur prests í Bólstaðar-
hlíð. Þórður bjó síðar á Stóru-Borg og þótti vel lærður maður. Magn-
ús Sigurðsson fékk veitingu fyrir Undirfelli 1670, en hélt staðinn
aðeins í tvö ár og skipti þá kalli við Magnús Einarsson prest á Kvía-
bekk. Magnús Einarsson er svo þjónandi prestur á Undirfelli til
1682. Næst er prestur á Undirfelli Sæmundur Hrólfsson frá 1683—
1685, en missti af prestsskap fyrir ofbráða barneign með konu sinni,
fékk uppreisn 23. marz 1689 — bjó þá á Másstöðum í Vatnsdal. Árið
1686 kemur að Undirfelli prestur að nafni Jón Jónsson, kallaður
brauðlausi. Hann er þar prestur aðeins í fjögur ár, en hefir þá
brauðaskipti við Erlend Illugason, prest á Tjörn á Vatnsnesi 1690.
Erlendur dó fljótlega eftir að hann kom að Undirfelli. Árið 1691