Húnavaka - 01.05.1971, Side 111
HÚNAVAKA
109
fær Arnbjörn Jónsson frá Víkum á Skaga veitingu fyrir Undirfelli
og hélt liann staðinn til æfiloka 1731. Arnbjcirn var talinn harðdræg-
ur og mikill málafylgjumaður og er hans víða getið í skjcilum í sam-
bandi við málaþras.
Með konungsbréfi 11. maí 1708 er Undirfellsprestakall sameinað
Þingeyraklaustursprestakalli, en prestakcillin eru aðskilin aftur með
konungsbréfi 9. apríl 1734. Hinn 4. marz 1735 er svo Jóni presti
Arnbjörnssyni, — syni Arnbjörns prests, sem áður var á Undirfelli,—
veitt Undirfellsprestakall og hélt hann því til æfiloka og andaðist
úr bólunni á Undirfelli 1742.
Næstur verður prestur á Undirfelli 11. apríl 1743 Eggert Sæ-
mundsson, prestur að Stærra-Árskógi og víðar. Séra Eggert sagði
lausu prestakallinu 28. ágúst 1758, frá fardcigum næsta ár, en áskildi
sér þá hjáleiguna Hringhól til ábýlis. Séra Eggert þótti gáfumaður
og mikill mælskumaður, en ágengur og harðdrægur og átti oft í
málaferlum, enda talinn mjög drykkfelldur. Hann andaðist í Sölva-
nesi í Skagafirði 1781, hjá Margréti dóttur sinni.
Bjarna Jónssyni, fóstursyni Bjarna Halldc')rssonar sýslumanns á
Þingeyrum, er veitt Undirfellsprestakall 18. apríl 1759. Hann hafði
áður verið aðstoðarprestur Halldórs Hallssonar prests á Breiðabóls-
stað í Vesturhópi. Bjarni sagði lausu prestakallinu og fékk veitingu
fyrir Mælifelli 18. júlí 1767. Bjarni var talinn fyrirmannlegur á velli
en nokkuð svakafenginn við vín, gáfumaður, skáldmæltur og vel
að sér.
Eggert Eiríkssyni var veitt Undirfellsprestakall við burtför séra
Bjarna 18. júlí 1767, en kom aldrei til kallsins heldur gerðist aðstoð-
arprestur í Glaumbæ í Skagafirði. F.n í stað Eggerts kom sem prestur
að Undirfelli, Guðmundur Guðmundsson frá Bakka í Vallhólmi í
Skagafirði 25. apríl 1768 og hélt hann prestakallinu til dauðadags
19. okt. 1794.
Næstur á eftir Guðmundi kemur að Undirfelli séra Páll Bjarna-
son. Páll var sonur Bjarna Péturssonar prests á Melstað og Stein-
unnar Pálsdóttur prests að Ufsum í Svarfaðardal. Páll hafði áður
þjcínað sem aðstoðarprestur föður síns og þjónaði eftir lát hans um
hríð Kirkjuhvammssókn og bjó á Syðri-Völlum. Hann fékk veitingu
fyrir Undirfelli 1. des. 1794, en fluttist þangað vorið 1795 og hélt
staðinn til æfiloka 6. marz 1838. Séra Páll var gáfumaður og skáld-
mæltur, talinn ágætur klerkur, enda mjcig vel látinn og vinsæll af