Húnavaka - 01.05.1971, Side 112
110
HÚNAVAKA
sóknarbörnum sínum. Kona Páls var Guðrún, f. 1763, d. 1834,
Bjarnadóttir, fyrrum prests á Undirfelli, Jónssonar. Ætt þessara
hjóna var um skeið mjög fjölmenn hér um Húnavatnssýslur, og eru
afkomendur þeirra margir og víða um land, þótt fáir séu nú orðið
hér í A.-Húnavatnssýslu.
Jón Eiríksson, f. á Hafgrímsstöðum í Skagafirði 23. september
1801, varð næsti prestur á Undirfelli og verður hans nánar getið
síðar.
Eftir lát Jóns Eiríkssonar kom að Undirfelli séra Þorlákur Stef-
ánsson, f. 13. október 1806. Honum var veitt Undirfell 5. okt. 1859,
en fluttist þangað vorið 1860. Séra Þorlákur hafði áður þjónað
Blöndudalshólasókn og búið á Auðólfsstöðum í Langadal og fluttist
þaðan að Undirfelli. Hann var prestur á Undirfelli til æfiloka, 21.
júlí 1872. Séra Þorlákur var tvígiftur og átti mörg börn og er margt
merkra manna frá honum komið. Minnisstæðastur af börnum séra
Þorláks mun þó Húnvetningum vera Böðvar (f. 10. ágúst 1857, d. 3.
marz 1929), er um árabil var bóndi á Hofi í Vatnsdal og lengi síðar
sparisjóðsstjóri, póstafgreiðslumaður og kirkjuorganleikari á Blöndu-
ósi. Vafalaust eiga margir eldri Húnvetningar góðar og skemmti-
legar minningar um þann sérstæða, ölkæra og orðhaga hæfileika-
mann.
Séra Sigfús Jónsson frá Reykjahlíð varð prestur á Undirfelli 1872,
en hans naut skammt, því að hann andaðist 9. marz 1876. Séra Sigfús
hafði áður verið prestur á Tjörn á Vatnsnesi. Hann var af öllum
talinn hið mesta valmenni. Kona hans var Sigríður Björnsdóttir
Blöndal, Auðunssonar frá Hvammi. Meðal barna þeirra var Björn
alþingismaður á Kornsá, d. 11. okt. 1932.
Síðasti prestur, sem setið hefir prestssetrið Undirfell, var séra
Hjörleifur Einarsson. Hann hélt staðinn samfellt í 31 ár, en þó
aðeins í 30 ár sem prestur, eins og síðar verður að vikið. Séra Hjör-
leifi var veitt Undirfell 15. maí 1876 og var þar þjónandi prestur
til vorsins 1906, en eins og áður segir hélt hann jörð og bú til vorsins
1907. Um séra Hjörleif verður rætt síðar í þætti þessum.
Með lögum 16. nóv. 1907 er Undirfellsprestakall lagt niður og
sóknin lögð undir Þingeyraklaustursprestakall. Um breytingu þessa
voru mjög skiptar skoðanir hér heima fyrir og skal ekki farið út í
að rekja þau átök, sem urðu hér í Vatnsdalnum vegna þess máls,