Húnavaka - 01.05.1971, Síða 114
] 12
HÚNAVAKA
Undirfelli til þessa dags að þetta er ritað — 1970, en jörðin nytjuð
til slægna að nokkru leyti af hinum og öðrum, sem hafa flutt nytjar
jarðarinnar í burtu.
Nú er ömurlegt að horfa heim að Undirfelli. Þar er ekkert hús
uppistandandi nema hálffallið íbúðarhússkrifli. Kirkjan á staðnum
er það eina, sem minnir á forna frægð þessa vinsæla höfuðbóls.
Margir þeir, sem enn eru ofar moldu, eiga góðar minningar um
þennan rausnargarð og alveg efalaust eru það enn fleiri, sem hvíla
í kirkjugarðinum á Undirfelli, sem mundu hafa sömu sögu að segja.
Eins og fyrr segir var Undirfellsprestakall lagt niður með lögum
16. nóv. 1907 og hefir því brauðinu verið þjónað af prestum í Þing-
eyraklaustursprestakalli, en þeir hafa, eins og kunnugt er, setið í
Steinnesi fram til ársins 1968, en síðan hefir presturinn setið á
Blönduósi. Frá því að sóknirnar voru sameinaðar, hafa þessir prestar
þjónað Undirfellssókn. Frá 1906—1922 séra Bjarni Pálsson. Frá
1922—1968 séra Þorsteinn B. Gíslason, sem lét af embætti síðast á
árinu 1967.
Hinn 16. júní 1968 fór fram prestskosning í Þingeyraklausturs-
prestakalli og var þar kosinn eini umsækjandinn, séra Árni Sigurðs-
son frá Sauðárkróki. Frá því séra Þorsteinn hætti prestsskap og þar
til séra Árni var kosinn og honum veitt embættið, þjónaði séra Pétur
Ingjaldsson á Skagaströnd Þingeyraklaustursprestakalli og þar með
Undirfelli.
Fátt er vitað um þá presta, er sátu Undirfell fyrr á öldum og nánast
ekki neitt um flesta þeirra. F.n um þá prestá, sem bjuggu þar á 19.
öld er nokkuð vitað, og verður tveggja þeirra getið lítillega hér á
eftir. Svo vel vill til, að til eru uppskrifaðar heimildir um Jón Ei-
ríksson, sem prestur var á Undirfelli frá 1839—1859. Heimildir þess-
ar lýsa vel hugarfari og athöfnum þessa stórbrotna merkismanns, og
verða þær því teknar hér upp.
Jón Eiríksson fæddist á Hafgrímsstöðum í Skagafirði. Heimildum
ber ekki saman um fæðingardag hans og ár. Sumar heimildir telja
að hann sé fæddur 23. sept. 1798, en aðrar að hann sé fæddur 25.
sept. 1801 og mun það réttara, því að það ártal var sett á legstein
á leiði hans í Undirfellskirkjugarði.