Húnavaka - 01.05.1971, Síða 115
HÚNAVAKA
113
Jón var sonur Eiríks Bjarnasonar, aðstoðarprests á Mælifelli og
síðar prests á Staðarbakka í Miðfirði frá 31. júlí 1826 til 27. febrúar
1843, og konu hans Herdísar Jónsdóttur frá Bakka.
Jón lærði í heimaskóla hjá Helga Thordarsen, síðar biskupi, og
var útskrifaður frá honum í maí 1827. Sama ár kvæntist Jón Björgu
Benediktsdóttur, Halldórssonar Vídalín á Víðimýri, og bjuggu þau
þar eitt ár. Jón vígðist 6. apríl 1828 aðstoðarprestur Magnúsar
Magnússonar prests í Glaumbæ, en fékk veitingu fyrir Undir-
felli 19. maí 1838, en fluttist þangað 1839 og var þar prestur til
dauðadags, 21. júlí 1859.
Þegar Jón kom að Undirfelli var staðurinn í mjög mikilli niður-
níðslu. Sem dæmi um það má geta þess, að í baðstofunni var aðeins
einn glergluggi og var hann í húsi hjónanna, hitt voru allt skjáir.
Þennan eina glerglugga tók um haustið Ólafur, tengdasonur séra
Páls Bjarnasonar, sem verið hafði prestur á Undirfelli næstur á und-
an Jóni. Ólafur taldi gluggann sína eign og hefði hann sett hann í
húsið.
Vorið eftir að séra Jón kom að Undirfelli lét hann húsa staðinn
og stóð sú bygging þegar séra Hjörleifur kom að Undirfelli eða
fram um 1880.
Séra Jón bjó jafnan rausnarbúi, enda voru efni hans mikil. Hann
var mikill hestamaður eins og verið höfðu margir ættmenn hans í
Djúpadalsætt, og hafði á hverjum vetri einn eða fleiri reiðhesta,
sem hann ól á nýmjólk og höfrum. Ekki hafði hann að jafnaði meira
en 70—80 ær í kvíum, en sauði átti hann marga og annað geldfé.
Kúabú hafði hann aldrei stórt, enda var töðufall ekki mikið á Undir-
felli á þeim árum. Hjáleigan Snæringsstaðir var á þessum árum
byggð öðrum.
Séra Jóni þótti engjar á Undirfelli ekki spretta nógu vel, enda
grasleysisár á fyrstu árum hans þar. Einkum voru það norðurengj-
arnar, sem hann fór að hugsa um að bæta með áveitu.
Um 1850 fékk hann leyfi bóndans á Kornsá til að taka litla kvísl
af Kornsánni og veita á norðurengjamar á Undirfelli. Lét séra Jón
grafa skurð í gegnum Nautabúsmóana og náði með því vatni á allar
norðurengjamar heim undir tún. Heppnaðist áveita þessi svo vel,
að gott gras varð þar, sem hún náði til. Þetta mun vera fyrsta áveita
á engi, sem menn vita til að gjörð hafi verið í Vatnsdal. Um sama
8