Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 116
111
HÚNAVAKA
leyti og þessi áveita var gerð, fór séra Jón að hugsa um að byggja
kálgarð í Hringhólsbrekkunni, af því að hún brann jafnan af sól
og gaf því lítið gras af sér. Við þær framkvæmdir naut hann leið-
beininga Jóns Bjamasonar í Þórormstungu, og gafst það vel. Úr
þessum kálgarði fékk séra Jón mest 20 tunnur af kartöflum, en
minnst 13 tunnur á meðan hann bjó á Undirfelli.
Þegar Margrét, dóttir séra Jóns, var síðar á Undirfelli hjá tengda-
foreldrum sínum, séra Þorláki Stefánssyni og Sigurbjörgu jónsdótt-
ur um 1865, sárnaði henni ekki lítið, að sjá garð þennan óhirtan og
grasi gróinn.
Séra Jón F.iríksson var hjálpfús maður og skal hér getið nokkurra
dæma um það. Um 1849 misstu þau prestshjónin tveggja ára gamla
stúlku. Þau tóku þá jafngamla stúlku til fósturs af bláfátækum
hjónum, Sigurði og Guðrúnu, er bjuggu á Kötlustöðum. Að ýmsu
öðru leyti hjálpaði séra ]ón þessum hjónum, t. d. var hann vanur
að kaupa ómörkuð lömb í Undirfellsrétt á haustin, en sagði svo
Sigurði að hagnýta sér þau. F.itt sinn bað prestur Sigurð þennan að
lána sér hest í skreiðarferð suður á Álftanes og var það auðsótt. En
þegar hesturinn kom aftur til baka, sendi prestur hann með bögg-
unum heim að Kötlustöðum.
Björn Borgfjörð, systursonur Blöndals sýslumanns í Hvammi, dó
frá fjórum ungum börnum. Þegar það skeði, bjó Guðrún, ekkja
Blöndals sýslumanns í Hvammi. Hún gerði virðulega útför Björns
Borgfjörðs og bauð öllum helztu mönnum sveitarinnar og þar á
meðal séra Jóni. Við það tækifæri þakkaði séra Jón frúnni með
ræðu, fyrir hönd aðstandenda, rausn hennar, en kvað nú vera eftir
hlut sveitarinnar, að annast börnin, án þess að þau þyrftu að þiggja
af sveit. Tók' hann þegar sjálfur næst yngsta barnið, sem var stúlka,
og aðrir brugðust vel við og voru börnin öll tekin í fóstur. Yngstu
stúlkuna, þá kornabarn, tók Guðrún Þorsteinsdóttir i Grímstungu
og var það Helga, sem síðan var með fóstru sinni, þar til að hún gift-
ist Jóhannesi Sigurðssyni.
Jón hét maður Jónsson, mesti myndarmaður og vel gefinn. Hann
hafði verið vinnumaður á Undirfelli hjá séra Jóni, en fór síðar að
búa í Gafli í Svínadal og dó þar frá þremur ungum börnum. Séra
Jón vissi, að börn þessi voru nánustu útarfar Sigríðar, konu Jóns
ríka Skúlasonar í Grímstungu. Reið hann þá á fund Jóns Skúlason-
ar og fékk hann til að taka tvö yngri börnin, en því þriðja kom hann