Húnavaka - 01.05.1971, Side 117
HÚNAVAKA
115
fyrir hjá Friðrik Schram, bónda á Kornsá, og var það Sigurbjörg, er
síðar varð myndar húsfreyja á Hamri í Borgarfirði.
Nokkrum árum áður en séra Jón dó, kom málaleitan frá Kirkju-
hvammshreppi til annarra hreppa hér í sýslunni, um að létta að
einhverju leyti ómagaþunga af hreppnum. Þaðan tóku þau prests-
hjónin dreng, 5 eða 6 ára, og ólst hann þar upp síðan.
Þegar séra Eiríkur á Staðarbakka, faðir séra Jóns, andaðist 27.
febrúar 1843, bað frú Herdís, móðir séra Jóns, hann fyrir tvö gam-
almenni, sem lengi höfðu verið hjá þeim hjónum og hún vildi ekki
segja til sveitar. Þau fóru bæði að Undirfelli. Gamli maðurinn var
dáinn á undan séra Jóni, en gömlu konuna flutti ekkja hans að
Auðólfsstöðum í Langadal og annaðist hana til dauðadags.
Síðasta veturinn sem séra Jón lifði, 1858—1859, var svo mikill
snjóavetur, að elztu menn mundu ekki slíkan. Var þetta næsti vetur
eftir niðurskurðinn mikla. Leituðu þá nokkrir Skagfirðingar til séra
Jóns og báðu hann að bjarga einhverju af skepnum sínum frá felli.
Varð hann við bón þeirra og kvað það verða síðustu bónina, er
hann gerði fyrir aðra. Ráku þessir Skagfirðingar margt fé vestur að
Undirfelli og var það fóðrað þar, en síðan seldu þeir féð á uppboði
um vorið, því að ekki mátti reka nokkra sauðkind upp fyrir Blöndu,
vegna fjárkláðans. Fyrir þessa hjálp þáði séra Jón enga borgun.
Það sem hér er sagt frá séra Jóni Eiríkssyni, er tekið eftir frásögn
Margrétar dóttur hans, ekkju Þorláks í Vesturhópshólum, en frá-
sögnin er skráð af Birni Sigfússyni fyrrverandi alþingismanni á
Kornsá og telur hann að frásögnin komi vel heim við frásögn Bene-
dikts Blöndal í Hvammi, er hann sagði Birni, um búnaðarfram-
kvæmdir og annað framtak séra Jóns, og að hann hafi þar verið
langt á undan öðrum og fljótur til framkvæmda, enda verið fjör-
maður og nokkuð bráðlátur. í Prestaæfum er Jóni þannig lýst: Hann
var starfsmaður mikill og góður búþegn, gestrisinn og bóngóður.
En þótt hann væri ekki haldinn lærður maður, var hann þó kallaður
sæmilegur ræðumaður, einkum til bænagerðar. Hann var maður
vel látinn, bráðlyndur en sáttfús. Margrét dóttir hans hefur sagt,
að þessi lýsing sé rétt, svo langt sem hún nær.
Séra Jón Eiríksson dó 28. júlí 1859. Kona hans, Björg, fædd 27.
marz 1804, dáin 21. júlí 1866, Benediktsdóttir Halldórssonar Vída-
lín á Reynistað. Frá þeim hjónum eru komnar miklar og merkar
ættir. Börn þeirra, sem upp komust, voru þessi: