Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 118
HÚNAVAKA
llf)
1. Katrín, átti Jón Jónsson prest á Barði í Fljótum.
2. Herdís, átti Þorstein járnsmið Þorleifsson frá Hjallalandi, bjó í
Kjörvogi á Ströndum.
3. Benedikt á Bolagrund. (Um hann er lítið vitað).
4. Guðrún, átti Sigurð Helgason frá Gröf í Víðidal. Þau bjuggu
á Auðólfsstöðum í Langadal og víðar.
5. Björg, átti Sæmund þilskipaformann Jónsson á Yzta-Mói í Fljót-
um.
(5. Margrét, átti Þorlák Símon Þorláksson, prests á Undirfelli Stef-
ánssonar. Þau bjuggu í Vesturhópshólum í Vesturhópi.
Þá skal getið hér, með nokkrum orðum, síðasta prestsins, sem
setið hefur á Undirfelli. Um hann hefur margt verið skrifað að
verðleikum og verður tæpast um það bætt hér, en þó skulu rifjuð
upp nokkur atriði úr lífssögu hans og starfi, eftir að hann kom sem
prestur að Undirfelli.
Séra Hjörleifur Einarsson var fæddur 27. maí 1831 á Ketilsstöð-
um í Útmannasveit, og voru foreldrar hans Einar Hjörleifsson, síðar
]Drestur í Vallanesi og miðkona hans, Þóra Jónsdóttir vefara Þor-
steinssonar. Síra Hjörleifur lærði undir skóla hjá Sigurði Gunnars-
syni, síðast presti á Hallormsstað. Varð stúdent 1856. Tók próf úr
prestaskóla 1858. Var veitt Blöndudalshólasókn 24. nóv. 1859 og
vígðist þangað 20. maí 1860. Fékk Goðdalaprestakall 28. október
1869, en sótti þaðan og var veitt Undirfell 15. maí 1876. Starfaði
Jrar sem þjónandi prestur til vorsins 1906, er hann fékk lausn frá
embætti sökum fötlunar eftir slys. Hann hafði hlotið slæmt lærbrot
og varð ekki göngufær eftir það. Síðasta prestsverk séra Hjörleifs á
Undirfelli var að ferma 15 börn í Undirfellskirkju, og voru þau
öll úr Undirfellssókn. Skömmu síðar var hann svo fluttur í rúmi,
ýmist á kviktrjám eða á sleða, í mjög vondri færð og vondri tíð.
Farið var suður í Borgarnes, en þaðan fór presturinn með skipi til
Reykjavíkur.
Þeir sem fóru þessa ferð með séra Hjörleif, annáluðu þann kjark
og hörku, sem þessi stórslasaði 75 ára gamli maður sýndi í þessu
ferðalagi.
Séra Hjörleifur var mikill athafnamaður og áhugasamur um bú-
skap og verklegar framkvæmdir. Nokkrum árum eftir að hann kom
að Undirfelli, lét hann byggja upp allan bæinn á Undirfelli. Bær