Húnavaka - 01.05.1971, Síða 119
HÚNAVAKA
117
sá var byggður í öðru formi en sá bær, sem verið hafði þar áður, og
allmiklu stærri en gamli bærinn. Einnig lét séra Hjörleifur vinna
mikið að túnasléttum og endurbótum á útihúsum. Allan sinn
prestskapartíma var séra Hjörleifur mjög vinsæll af sóknarbörnum
sínum, enda talinn vel lærður og góður klerkur. Sérstaklega var
hann talinn góður barnafræðari og þótti börnum og unglingum
mjög vænt um hann. Hjörleifur prestur var einnig mikill áhuga-
maður um héraðsmál, einkum bindindis- og menntamál. Hann hafði
mikinn áhuga fyrir menntun kvenna, sem honum þótti ekki í nógu
góðu lagi. Hann var því góður stuðningsmaður kvennaskólamáls-
ins, þegar unnið var að því, að stofna kvennaskóla hér í sýslunni og
sýndi stuðning sinn í verki með því að lána skólanum húsnæði á
heimili sínu í einn vetur, á meðan ekki var fengið fast aðsetur fyrir
hann. Á fyrstu árum séra Hjörleifs á Undirfelli var stofnuð stúka
hér í dalnum og voru prestshjónin á Undirfelli meðal stofnenda
hennar og miklir stuðningsmenn alla tíð á meðan þeirra naut við.
Flesta vetur kenndi séra Hjörleifur fleiri eða færri ungum mönn-
um undir skóla, og var mikil aðsókn eftir að koma piltum til hans,
enda var hann talinn afburða kennari og mætti nefna nokkra þjóð-
fræga menn, sem nutu kennslu hans, þótt þeir verði ekki taldir upp
hér.
Séra Hjörleifur var tvígiftur og var fyrri kona hans Guðlaug, dáin
18. apríl 1884, Eyjólfsdóttir á Gíslastöðum á Völlum Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust voru þessi:
1. Einar H. Kvaran rithöfundur og skáld.
2. Þóra, hún fór til Ameríku og ílengdist þar.
3. Sigurður Kvaran læknir á Akureyri og víðar. Einnig var hann
alþingismaður um árabil, svo og ritstjóri Norðurlands og ísa-
foldar allmörg ár.
4. Séra Jósef, prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd.
Síðari kona séra Hjörleifs var Björg, dáin um 1942, Einarsdóttir
að Mælifelli Hannessonar.
Börn þeirra, sem upp komust, voru þessi:
1. Guðlaug, átti Sigurð Kristinsson forstjóra Sambands íslenzkra
samvinnufélaga.
2. Séra Tryggvi Kvaran prestur að Mælifelli í Skagafirði.
Séra Hjörleifur andaðist í Reykjavík 13. október 1910, 79 ára
gamall.