Húnavaka - 01.05.1971, Síða 121
INGA SKARPHÉÐINS, Blönduósi:
Drottina blessi heimilié
Ég var á ferð og koni til Mánavíkur.
Það var langt síðan ég hafði litið þann stað augum. Þar hafði ég
dvalið fyrir löngu, í gráa húsinu við litlu götuna, sem liggur upp úr
þorpinu. Húsið var ekki lengur gxátt, en ég sé það í huga mínum
þannig. Háu tröppurnar eru þær sömu, en ég sé engan sitja þar.
Það er aðeins í huganum.
Þarna stigu æskuléttir fætur um götur og vinir sátu þarna á hand-
riðinu tunglskinsbjartar nætur og hvísluðu orðum, sem hurfu út í
nóttina. Orðum, sem löngu eru gleymd. Þar fæddust bros, sem líka
hurfu. Glugginn við dyrnar, það var einu sinni glugginn minn.
Þarna inni sat ég og þuldi á ókunnu tungumáli: Herbergið hefur
fjóra veggi. í herberginu er borð og stóll og rúm. Á veggnum hangir
mynd. Ég hlæ við. Ferðafélagarnir spyrja: Að hverju ert þú að
hlæja? Ég anza engu, en hugsa um hve innantómt þetta málæði var,
sem stóð í bókinni. Andlaus þula, sem minnir mig þó á húsið og
fólkið, sem ég kynntist á þessum stað. Sérstaklega á þetta við um
herbergið, sem ég bjó í. Þar var að vísu engin mynd. Samt var þó
mynd, sem kom við sögu þessa húss.
Veggirnir voru auðir. Kolaofninn í horninu var oftast kaldur.
Þegar vetrarvindurinn úti fyrir glugganum hvein og söng um næt-
ur, var allt svo ömurlegt. Það gustaði inn og þunn sængin veitti lít-
inn yl.
Húsmóðir mín var sérstök kona. Hún var mér góð, enda mjög
heittrúuð. Oft varð ég að syngja með henni sálma á kvöldin, til að
endurgjalda henni gott atlæti.
Hún átti húsið og leigði það út. Maður hennar hafði farizt í
erlendri höfn. Sumir sögðu, að það hefði verið að endaðri gleði á
dansleik. Þá sneri hún sér til trúarflokks, sem fór um landið til að
frelsa sálir. Síðan var hún alsæl í trú sinni. Stundaði bænir og sálma-
söng, kvölds og morgna. Á sömu hæð leigði öldruð kona með dóttur