Húnavaka - 01.05.1971, Page 124
122
HÚNAVAKA
stóri maðurinn fór inn til Helgu. Þetta átti eftir að koma fyrir oft,
og alltaf nýr og nýr maður. Hún þvoði víst fyrir sjómenn. Ég vand-
ist þessu og hætti að vera hrædd.
Ég lét liana um alla sína menn og þvott. Hún söng líka ein sína
sálma, ég hafði ekkert við liana að virða. Hún strunsaði út á götuna
til innkaupa, svartklædd og þögul. Með sitt kuldalega andlit, með
allt of stóru nefi.
Dagarnir liðu, það var kornið vor. Ég hafði létt mér lífið á dans-
leikjum og með félögum mínum. Ég var, sem fyrr sagt, eini syndar-
inn í húsinu. Ég sótti í glauminn. Konunum þótti ég koma seint
heim.
Stundum nam ég staðar á tröppunum og talaði við skólafélaga
fáein orð. F.n veggir þessa húss höfðu eyru og bak við gluggatjöldin
voru vökul augu þessara harðsnúnu, trúuðu kvenna.
Áður næsti dagur leið, kallaði María mig upp og spurði: Hver
er fallegi maðurinn, sem kvaddi þig á tröppunum í nótt?
Ég svaraði ekki, en renndi augunum á myndina hennar Maríu.
Svo strauk ég yfir myndina og sagði: Mikið er hún falleg þessi mynd,
þegar hún hangir rétt. Þá brá fyrir þessu bjarta bliki í augum Maríu.
María og þið hinar, hvar eruð þið nú? Löngu er söngur ykkar þagn-
aður. Gráa húsið er orðið hvítt.
Örskotsstund hef ég numið hér staðar til að minnast ykkar.
Hvar er gröfin þín, María mín? Ef ég vissi það, færi ég þangað
og sæti þar um stund. Þú áttir þinn milda guð, sem fyrirgaf þér
allar þínar smáu syndir um leið og þú baðst hann.
Það liefði átt að vera legsteinn á leiðinu þínu, sem á hefði verið
letrað: Scelir eru einfaldir: