Húnavaka - 01.05.1971, Page 127
BJARNI JÓNASSON, Blöndudalshólnm:
Vorboéai
Á fimmta tug síðustu aldar hófst í dölunum upp með Blöndu
töluvert fjölbreytt félagsstarfsemi, sem beint og óbeint átti mikinn
þátt í að hrinda af stað verzlunarsamtökum í Húnavatnssýslu.
Á árunum 1842—1846 eru á þessu svæði stofnuð tvenns konar
félög, sem þá voru í miklum tengslum: Jarðabótafélag Svínavatns-
og Bólstaðarhlíðarhreppa, og er það elzta hreppabúnaðarfélag á
landinu (stofnað 1842), og lestrarfélög Blönddælinga (stofnað 1846)
og Langdælinga.
Félagssvæði beggja þessara félaga voru efstu hrepparnir, með-
fram Blöndu, beggja megin árinnar: Bólstaðarhlíðarhreppur og
Svínavatnshreppur.
Að óathuguðu máli mun það vekja nokkra undrun, að jafnmikil
félagsstarfsemi skyldi takast milli þessara hreppa og raun varð á,
þar sem áin Blanda skipti félagssvæðinu í tvennt og torveldaði að
sjálfsögðu nokkuð samskipti félagsmanna. Þetta þarf nánari athug-
unar við.
Báðar þessar sveitir, og þó sérstaklega Svínavatnshreppur, voru
vel fallnar til sauðfjárræktar með málnytupeningi, vegna landgæða
og landrýmis. Efnahagur bændanna í þessum tveim hreppum var
líka betri en í öðrum hreppum sýslunnar,* og þó einkum í Svína-
vatnshreppi, enda jarðir þar jafnari að gæðum.
Byggðin var meiri en nú, og fólkið mikið fleira. í Bólstaðarhlíð-
arhreppi voru árið 1842 46 býli með 407 manns og í Svínavatns-
hreppi 30 býli með 320 manns, eða samtals 76 býli með 727 manns.
Aðstaðan til félagslegra samtaka var að því leyti ólíkt betri en nú,
þar sem byggð hefir síðan fallið niður á 18 þessara býla (13 í Ból-
staðarhlíðarhreppi og 5 í Svínavatnshreppi) og við árslok 1945 var
fólkstalan í báðum hreppunum ekki nema 385 manns.
* Brandsstaðaannáll.