Húnavaka - 01.05.1971, Side 128
126
HÚNAVAKA
Milli hreppanna hafði um alllangt skeið verið mikil tengsl, vegna
blóðblöndunar og fólksflutninga, en of langt mál er að rekja það
hér.
Enn er þó ótalið það, sem mun hafa orðið einna drýgst á met-
unum. Prestssetrið Blöndudalshólar mun hafa verið nokkurs kon-
ar tengiliður milli hreppanna. Blönddælingar vestan ár sóttu mikið
þangað kirkju, enda áttu fremstu bæirnir að vestan kirkjusókn að
Blöndudalshólum.
Á þessum áratug (1840—50) sátu ágætis menn á prestssetrinu,
fyrst sr. Sveinn Níelsson, móðurfaðir Sveins Björnssonar forseta,
og svo sr. Þorlákur Stefánsson, afi Jóns Þorlákssonar ráðherra.
í nágrenni prestsins í Blöndudalshólum bjó dugmesti foringi
þessara sveita, Guðmundur Arnljótsson hreppstjóri á Guðlaugs-
stöðum, er naut almenns trausts og álits sýslunga sinna, sem bezt
sést á því, að hann var varaþingmaður Húnvetninga fyrstu árin
eftir að Alþingi var endurreist, og sat á þingi 1847. Kona Guðmund-
ar á Guðlaugsstöðum var úr Bólstaðarhlíðarhreppi, Elín, dóttir
Arnljóts Árnasonar á Gunnsteinsstöðum, er verið hafði forustu-
maður sinnar sveitar, en nú var komin á efri ár.
Á þessum árum (1848) flutti Jóhannes, sonur Guðmundar á Guð-
laugsstöðum, að Gunnsteinsstöðum og hóf þar búskap. Jóhannes
var framúrskarandi maður um margt, ágætlega gefinn og einstakur
áhugamaður og svo ósérplæginn umbótamaður, að hann sparaði
hvorki tíma né eigið fé til þess að vinna að velferðarmálum héraðs
síns. Gerðist hann þegar forystumaður í Bólstaðarhlíðarhreppi.
Ágætt samstarf var með þeim feðgum, Guðmundi og Jóhannesi,
og mynduðu bæirnir Guðlaugsstaðir og Gunnsteinsstaðir, ásamt
prestssetrinu Blöndudalshólum eins konar möndtd í félagslífi
hreppanna á þessum árum.
Ástæða væri til að nefna ýmsa fleiri menn til sögu, en þetta yrði
þá of langt mál. Ég get þó ekki stillt mig um að minna á fræði-
manninn Björn Bjarnason annálaritara á Brandsstöðum, og áhuga-
manninn bóklmeigða Þorstein Gíslason í Kóngsgarði.
í Svínavatnshreppi uxu upp um þetta leyti tvö foringjaefni, sem
síðar eiga eftir að koma mjög við sögu. Þeir synir Pálma Jónssonar
í Sólheimum, Erlendur og Jón, er báðir voru enn (1842) í föður-
garði.
Þó að hér hafi verið fljótt yfir sögu farið, mun nú ljóst, að jarð-