Húnavaka - 01.05.1971, Side 129
HÚNAVAKA
127
vegurinn fyrir félagsleg samtök var að ýmsu leyti góður í sveitum
þessum. Efnahagurinn var sæmilega góður, eftir því sem þá gerð-
ist, og foringjar voru fyrir hendi, sem nutu trausts fólksins.
Prestssetrið og ættar og vináttubönd tengdi byggðirnar saman,
og þá létu menn Blöndu ekki hindra samfundi.
Saga búnaðarfélagsins verður að sjálfsögðu ekki rakin hér, enda
hefir það annars staðar verið gert.#
Öðru máli gegnir um lestrarfélagið. Það félag hafði það mikil af-
skipti af verzlunarmálum, að hér verður að gera nokkura grein fyrir
því.
Um stofnun félagsins segir svo í Brandsstaðaannál: „Nú hófst
Blönddælinga lestrarfélag, og voru hreppstjóri Guðmundur á Guð-
laugsstöðum og séra Þorlákur í Hólum frumkvöðlar að þessu fyrir-
tæki. Áform þeirra var, að Blönddælingar (um hverja Blöndal sýslu-
maður sagði, að þeir væru samvaldir, öðrum sveitum fremur, að
ráðvendni og skikkanlegheitum), mættu vera öðrum sveitamönn-
um fróðari við bóklesturinn.
Bráðlega náði það yfir Svínavatnssókn og sýndi sig meðal fleiri
þeirra með framtíð, er höfðu ástæður með gáfum og greind til að
neina búnaðar- og aðra fræði, af fengnum og framvegis væntanleg-
um ritgjörðum á íslenzku máli. Var hreppstjóri Guðmundur for-
stöðumaður þess að öllu í nokkur ár“.
Um sama leyti tókst tveimur ungum mönnum í Langadal að
stofna annað lestrarfélag. (Lestrarfélag Langdælinga). Voru for-
göngumennirnir þeir Arnljótur Ólafsson frá Auðólfsstöðum, síðar
prestur og alþingismaður, og uppeldissonur Arnljóts á Gunnsteins-
stöðum, Jónas Pétursson (Skúlasonar).
Lestrarféliigin tvö sameinuðust svo í eitt félag 1852: Lestrarfélag
Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa, sennilega að mestu fyrir áhrif
Jóhannesar Guðmundssonar, sein eins og fyrr segir, hóf búskap á
Gunnsteinsstöðum 1848 og þá þegar tók við forystu Lestrarfélags
Langdælinga.
Hið nýja sameinaða félag vann svo alveg einstætt menningar-
starf, þó að þess verði ekki kostur að rekja það til hlítar hér, nema
þann þáttinn, sem snýr að verzlunarmálunum.
Jónas B. Bjarnason og sr. Gunnar Árnason: Búnaðarfélag Svínavatns- og Búl-
staðarhlíðarhrepps — Aldarminning .