Húnavaka - 01.05.1971, Side 131
HÚN AVAKA
129
ekki viðeigandi nema stundum“, eins og bókað er í fundargerð
nefndarinnar.
Nú líða svo tvö ár, að verzlunarmálin eru ekki tekin til með-
ferðar á fundum félagsins, en sama árið sem verzlunin er að fullu
gefin frjáls var á fundi stjórnar og ritgerðanefndar félagsins í
Tungunesi 28. des. 1854, þeim sr. Þorláki Stefánssyni og Hjálmari
Loftssyni, bónda á Æsustöðum, falið að svara spurningunni:
„Hvernig eiga menn að búa sig undir hina frjálsu verzlun, til þess
að geta notað hana strax í sumar, ef hún býðst“.
í stjórn félagsins áttu þá sæti:
Jóhannes Guðmundsson, bóndi Gunnsteinsstöðum, formaður.
Séra Þorlákur Stefánsson.
Jón Pálmason, Sólheimum.
Erlendur Pálmason, Tungunesi.
Þorsteinn Gíslason, Kóngsgarði.
í ritgerðanefndinni áttu sæti allir sömu mennirnir, nema sr. Þor-
lákur, en í hans stað átti þar sæti Hjálmar Loftsson, sem var vel
gefinn og athafnasamur bóndi, og þá nýlega fluttur úr Svínavatns-
hreppi að Æsustöðum.
Ritgerð um þetta efni, frá þeim Hjálmari og sr. Þorláki, er svo
lesin á fundi félagsins á Gunnsteinsstöðum 20. apríl 1855. Umræð-
ur urðu um ritgerðina. Um það er svo bókað í fundargerðinni:
„Séra Hinrik (Hinriksson á Bergsstöðum) álítur bezt að velja
menn hér á fundinum til að bera málið fram í sveitunum og fá
þá, sem í þeim kringumstæðum eru, að geta sætt verzlun við er-
lendar þjóðir, að bindast meiri eða minni félagsskap til þess“.
Allir fundarmenn voru á því, að nefnd væri kosin í málið á
þessum fundi og hlutu þessir kosningu:
Séra Hinrik Hinriksson.
Séra Þorlákur Stefánsson.
Jón Sveinsson hreppstjóri, Sauðanesi.
Guðmundur Arnljótsson hreppstjóri, Guðlaugsstöðum.
Jóhannes Guðmundsson hreppstjóri, Gunnsteinsstöðum.
Erlendur Pálmason bóndi, Tungunesi.
Jón Pálmason bóndi, Sólheimum.
Á þessum fundi voru alls 37 manns. Voru nokkrir fundarmenn
úr Engihlíðar- og Torfalækjarhreppum, og tel ég ólíklegt, að þeir
9