Húnavaka - 01.05.1971, Síða 132
130
HÚNAVAKA
hafi allir verið félagsmenn, að minnsta kosti mæta þeir ekki á fund-
nm hjá félaginu, fyrr né síðar, nema aðeins einn maðnr, sem var
burt fluttur úr Blöndudal. Fundarsókn þessara manna úr Engi-
lilíðarhreppi og Torfalækjarhreppi virðist því mega setja í sam-
band við verzlunarmálin. Forstöðumenn félagsins hafa þá senni-
lega hvatt menn til jiess að mæta, til jress að undirbúa betur jarð-
veginn fyrir verzlunarsamtök.
Ritgerð jieirra Hjálmars og séra Þorláks er prentuð í Húnvetn-
ingi undir fyrirsögninni: „Um verzlun“. Helztu atriði ritgerðar-
innar skulu hér rakin að nokkru.
Þrjú atriði telja höfundarnir undirstöðu Jress, að menn geti haft
fnll not frjálsrar verzlunar:
a. Að menn losni úr kaupstaðarskuldunum.
b. Að menn vandi verkun framleiðslunnar.
c. Að stofnað sé til verzlunarfélaga.
Til Jress að losna úr kaupstaðarskuldunum telja Jreir Jressi sex
ráð vænlegustu:
1. Að selja til skuldalúkningar eitthvað úr búi sínu, dautt eða
lifandi.
2. Að minnka kaup á ójrarfa varningi. En í sýslunni telja Jreir, að
árlega sé keypt ,,af miður þarflegum vörum meira en
20.000 dala virði“, og vilja láta spara l/4 hluta af þessu fé.
3. Að frameliða meira af tóvöru til sölu.
4. Að leggja meiri áherzlu á jarðrækt og garðyrkju, bæði til þess
að tryggja bústofninn gegn fóðurskorti og spara innkaup
á kornvöru.
5. Að ganga í bindindisfélög og neyta ekki áfengra drykkja.*
fi. Að vel efnaðir og skuldlausir bændur vildu styðja þá fátæku,
sem þekktir eru að iðni, sparisemi og þrifnaði, með lán-
um um tíma, til að borga kaupstaðarskuldirnar.
# Upp úr 1840 voru einhver félagsleg samtök uppi í Húnavatnssýslu gegn of-
drykkju. í BrandsstaSaannál (bls. 150—51) segir svo um það efni við árið 1844:
,,Með vaxandi megun, og niðurstignu verði á brennivíni, fór drykkjuskapur
í vöxt, og í allmörgu var hófseminnar nú eigi gætt og fylgja Jrví skaðlegar af-
leiðingar. Því var hér í sýslu, og einkum í Blöndudal og Vatnsdal, gjörð hóf-
semdarfélög mót ofdrykkju, og héldu Bliinddælir því lengi síðan öðrum sveit-
um fremur, án undantekningar, og margur maður annars staðar, en heilar
sveitir sumar höfðu þetta að vettugi".