Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 133
HÚNAVAKA
131
Um vöruvöndunina segja þeir meðal annars: Að vanda vörurnar,
sem bezt má verða, verka, þvo og þurrka ullina, svo að ekki verði
að henni fundið. Bræða mörinn undir eins nýjan, svo að tólgin verði
hvorki þrá né gul, geyma hann síðan í rakalausu húsi, þangað til
hann verður fluttur á verzlunarstaðinn. Og sér í lagi að láta sér
annt um, að prjónasaumur verði girnlegri fyrir útlendar þjóðir,
heldur en hann hefir verið að undanförnu, heyrir þar til, að hann
sé hæfilega stór, sæmilega smágjörður, vel lagaður, vel hvítur, það
sem hvítt á að vera, og hvorki illa þæfður né glypjulegur.
Þá er þriðja og síðasta tillaga þeirra: að stofnuð séu verzlunarfé-
lög. Helztu atriðin í tillögum þeirra um það efni eru þessi:
1. Að menn úr einum eða tveimur hreppum bindist í félagsskap
til sameiginlegrar vöruvöndunar til verzlunar við sama mann,
samferða og sameiginlegra verzlunarkjara, og skulu tveir hinir
líklegustu valdir fyrir forstöðumenn félagsins.
2. Þeir hugsa sér, að tilhögun þessara verzlunarviðskipta geti verið
með tvennu móti, annaðhvort, að þeir: „leggi inn og taki út
vörur sínar í einingu, undir nafni forstöðumannsins, ellegar
gera það sér í lagi hver eftir annan“.
3. Forstöðumenn félagsins semji við kaupmenn og ráði því, hvar
og hvenær félagsmenn verzla, þeir „fái þóknun fyrir starf sitt,
sem hlýða þykir að félagsmenn meti sjálfir eftir samkomulagi".
4. Sé samlagsverzlun viðhöfð, skulu allir félagsmenn „vega vörur
sínar áður en þeir fara að heiman og skrifa hjá sér. Eins skulu
þeir hafa skrifað það hjá sér, sem þeir ætla að taka út, að svo
miklu leyti, sem þeir geta fengið að vita hjá forstöðumannin-
um hverjar vörutegundir kaupmaðurinn hafi. Þessi skírteini
skulu afhendast forstöðumanninum í tækan tíma.“
5. „Forstöðumennirnir verða að skoða vörur allra félagsmanna,
áður en farið er að heiman og sjá um, að þær séu sem jafn-
astar að gæðum, svo að enginn einstakur spilli fyrir félaginu
með hirðuleysi sínu og óvandvirkni, en vilji einhver, sem hefir
miður vandaðar vörur, ekki gjöra að því í tíma, má hann
ekki í það skipti vera félagsmaður. Sömuleiðis skulu forstöðu-
menn hafa gætur á úttekt félagsmanna, svo að þeir láti ekki
ókunnan og óþarfan vaming blekkja sig, og hindra frá því
að kaupa það sem nauðsynlegra er. Þeir skulu og skrifa hjá