Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 134
132
HÚNAVAKA
sér vigt og verð á vörum hvers einstaks, þegar þær eru lagðar
inn, svo að þeir geti á eftir með meiri vissu og betri ástæðum,
gjört reikningslegt yfirlit fyrir allan félagsflokkinn og sann-
fært þá, er á móti kynnu að mæla, eða verða miður ánægðir".
Það má tel ja nokkurn veginn öruggt, að þeim séra Þorláki og
Hjálmari hafi verið kunnugt um það, sem þá hafði verið ritað
um verzlunarumbætur hér á landi. Um það sá lestrarfélagið. Því
til styrktar má og benda á ummæli í Brandsstaðaannál (bls. 151) við
árið 1844: „Bóklestur, einkum Nýrra félagsrita, er byrjaður 1841,
sýndi mönnum fram á ýmsa forsómun og of mikla vanafesti, og
hvernig ísland hefir verið með höndlun þvingað".
Það má því telja víst, að þeim hafi verið kunn ritgerð Jóns Sig-
urðssonar: Um verzlun á íslandi, sem birtist í Nýjum félagsritum
1843, en þar leggur Jón til, „að heilar sveitir eða héröð taki sig
saman til verzlunar og kjósi menn til að standa fyrir kaupum".
F.ins hefir þeim að sjálfsögðu verið kunnug greinin í Nýjum
félagsritum 1847: „FJm verzlunarfélög", þar sem skýrt er frá stofn-
un félaganna í Hálshreppi og Ljósavatnshreppi. Fregnir um þing-
eysku samtökin gátu þeim og hafa borizt um aðrar leiðir, þar sem
þeir sátu saman á Alþingi 1847 Guðmundur Arnljótsson á Guð-
laugsstöðum og séra Þorsteinn Pálsson á Hálsi, frumherji Jring-
eysku félaganna.
Ég tel því líklegt, að þeir séra Þorlákur og Hjálmar hafi haft
fyrir sér, þegar þeir sömdu ritgerð sína, bæði hina eldheitu hvatn-
ingu Jóns Sigurðssonar og fyrirmynd Þingeyinganna, enda benda
tillögur þeirra mjög í sömu átt og Þingeyingar fóru 1844.
Gunnsteinsstaðafundurinn virðist hafa verið einhuga um stofn-
un verzlunarfélaga. En hvað varð um framkvæmdir?
Frá Jressum árum er til merkilegt heimildarrit samtímamanns,
Jrar sem er annáll Björns á Brandsstöðum. Annáll sá nær fram á
árið 1858. Ég tel Jrví næsta ólíklegt, að þess væri ekki getið í ann-
álnum, ef til verzlunarsamtaka hefði verið stofnað í umhverfi Björns
á Brandsstöðum, fyrir 1858. Ég hefi heldur ekki getað grafið upp
neinar heimildir um stofnun verzlunarfélaga í Húnavatnssýslu, fyrr
en eftir 1860, er Erlendur Pálmason í Tungunesi gengst fyrir stofn-
nm verzlunarsamtaka í Svínavatnshreppi, Bólstaðarhlíðar- og Engi-
hlíðarhreppum.