Húnavaka - 01.05.1971, Page 135
HÚNAVAKA
133
En um þetta leyti gerðust líka þeir atburðir, sem tóku svo á hugi
manna og athafnir, að heita mátti, að allt félagslíf félli niður. Fjár-
kláðafaraldurinn geisaði um landið. Árin 1858—59 var enginn
fundur haldinn í Lestrarfélagi Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa.
Samgöngur um Blöndu, sem skipti félagssvæðinu í tvennt, féllu
niður. Segir Jónas B. Bjarnason svo um það í ritinu „Búnaðarfélög
Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa“ (bls. 34): „Gat því enginn
vestan Blöndu rekið nokkra kind í kaupstað til Skagastrandar, og
jafnvel þóttu samgöngur fólks stórhættulegar. Svo að þeir, sem
vestan yfir Blöndu þurftu nauðsynlega að fara kaupstaðarferð þang-
að eftir salti, ílátum og öðrum nauðsynjum, máttu helzt hvergi
koma við, og ekki þótti ugglaust, nema að þetta gæti stafað af um-
ferðinni, þó að hvergi væri komið til bæja“. Urðu atburðir þessir
því valdandi, að félagslíf Svínavatnshrepps og Bólstaðarldíðar-
lirepps slitnaði úr tengslum um sinn, og komst aldrei í samt lag
aftur.
Það hefir oft þurft minna él en þetta, til þess að tefja fyrir vor-
gróðrinum.
En þó að ekki yrði af beinum aðgerðum í verzlunarmálunum, af
hálfu lestrarfélagsins, þá hafði félagið undirbúið jarðveginn. Það
hafði vakið fólkið til starfa, glætt áhuga þess til umbóta, og kennt
því að vinna saman. Upp úr þessum jarðvegi vaxa svo foringjarnir,
sem síðar auðnast að koma heilbrigðu skipulagi á verzlunarmál hér-
aðsins, þeir Erlendur Pálmason í Tungunesi, sent fyrstum tókst að
móta samvinnukaupfélag á þessu svæði (Vörupöntunarfélag Hún-
vetninga og Skagfirðinga 1884) og þeir Jón Guðmundsson á Guð-
laugsstöðum og Þorleifur Jónsson frá Stóradal, stofnendur Kaup-
félags Húnvetninga 1895.
Þá dylzt það og ekki, að öruggast var fylgd fólksins á félagssvæði
lestrarfélagsins, allt frá stofnun fyrstu verzlunarfélaganna 1863 og
framyfir frumbýlingsár Kaupfélags Húnvetninga, og bjó þar að
fyrstu gerð félagssamtaka þeirra, sem ég hefi nú gert tilraun til að
lýsa.