Húnavaka - 01.05.1971, Side 137
LÁRUS G. GUÐMUNDSSON, Höfðakaupstað:
Elzti íbúi Höfóakaupstabar
Ég finn að máli elzta íbúa Hcifðakaupstaðar, Jóhannes Pálsson,
92 ára að aldri, þar sem hann situr í stólnum sínum, glaðlegur, rjóð-
ur í kinnum, minni og greind óskert, þrátt fyrir háan aldur, en
heyrn biluð og bið hann segja mér
lítið eitt um liðna daga.
— k'g er fæddur að Ófeigsstöðum
í Köldukinn í Ljósavatnshreppi í
Þingeyjarsýslu 23. maí 1878. For-
eldrar mínir voru Páll Ólafsson og
Sigríður Jcihannesdóttir, er bjuggu
þar, en fluttust að Syðri-Leikskál-
um í sömu sveit. Skammt frá bæn-
um rann á, venjnlega nefnd Skálaá,
og sitt hvoru megin hennar voru
bæirnir Syðri- og Nyrðri-Leikskál-
ar. Bærinn var gamall og kaldur.
F.in fyrsta minning bernsku minnar
eru torfgöngin til baðstofu með
frostkúlunum, sem mér þóttu at-
hyglisverðar á vetrum. — Ég man
frosta- og mislingaveturinn 1880—
1881. Þar sem við börnin höfðum ekki fengið þá veiki, var reynt að
hafa sem minnstar samgöngur við önnur heimili, enda munum við
hafa sloppið við veikina. Við vorum 9 systkinin, en 3 dóu ung. Bú-
stofn foreldra minna var um 35 ær, ein kýr og einn dráttarhestur,
stólpagripur. Var ánum fært frá og ég látinn gæta þeirra fram á
grösugum, óbyggðum dal. Eftir dalnum rann Seljadalsá. Þar sem
hún féll ofan í Skálagil myndaðist foss, sem er sá fegursti, sem ég
hefi séð, og ég held, að ég sakni hans mest alls úr Þingeyjarsýslu.
Það var stundum þröngt í búi með matföng. Við misstum kúna
Jóhannes Pálsson frá Garði.
Myndin er lekin af honum
nirœðum.