Húnavaka - 01.05.1971, Síða 139
HÚNAVAKA
137
— En ég segi þér þetta ekki í metnaðarskyni.
Árið 1907 fluttum við hjónin, ásamt börnum, sem við höfðum
eignast, vestur í Höfðakaupstað, í gamla, hrörlega bæinn, Réttar-
liolt. Og nú var ríkast í huga okkar að koma okkur upp varanlegu
húsnæði. Mér heppnaðist að fá ábyrgðarmenn fyrir 600 króna láni
í sparisjóðnum á Blönduósi og ákvað að byggja Réttarholt að nýju
og valdi hússtæðið nokkuð fjær Höfðanum en gamli bærinn stóð.
Ég keypti byggingarefni norður á Akureyri. Kom það hingað með
Skálholti, er þá var strandferðaskip. Fékk ég lánaðan lítinn nóta-
bát hjá verzlunarstjóra Höepfners-verzlunar hér, E. Hemmert. —
Flutti ég einn timbrið á land og bar það sjálfur á baki og öxlum út í
Réttarholt. Ég réði til mín húsasmið, Jakob Lárusson, er síðar var
búsettur á Blönduósi, og húsbyggingin framkvæmd fljótt og vel.
Á þeim árum voru hreppsþyngsli hér mikil og almenningur hafði
úr litlu að spila, en þó voru til velstæðir menn og bændur, sumir
hverjir grónir að efnum í sveitinni. Höfðu þeir að jafnaði hrepps-
forystu í sveitarstjórnarmálum og voru andstæðir, að í hreppinn
flyttust fátækar fjölskyldur. Varð ég fljótt þess áskynja, að þeir
álitu vafasaman feng að hingaðkomu minni. En þá þurftu 10 ár til
sveitfestu. Voru sífelldar erjur hreppa millum vegna þurfafólks. —
Þegar ég var nýlega fluttur í kauptúnið, var ég boðaður á hrepps-
nefndarfund af þáverandi oddvita og hreppstjóra, Árna Jónssyni
bónda á Þverá í Hallárdal. — Aðspurður sagði ég honum, að ég
væri alfluttur í kauptúnið, og ætlaði að byggja upp Réttarholt. —
Ennfremur, að ég hefði sveinsbréf sem fulllærður skósmiður. Þá
spurði hann einkis frekar. Lagði hann aldrei stein í götu mína. En
ærinn var sá vandi á þeim árum að hafa hreppstjórn.
Þá ég hafði búið 7 ár í Réttarholti var mér fyrirvaralaust sagt
upp láninu í sparisjóðnum á Blönduósi. Vexti hafði ég getað greitt,
en eigi afborgun. Nú var ég húsnæðislaus með stóra fjölskyldu, en
úr þessu rættist. Ég seldi Réttarholt fyrir 700 krónur og greiddi
sparisjóðnum skuldina. Inni í kauptúninu var nýlega byggð „sjó-
búð“, nefnd Sæmundsensbúð. Þangað flutti ég til bráðabirgða, en
litlu síðar á loftið í „svarta pakkhúsinu", sem hlaut nafn af, að það
var tjörubikað, en þar var þröngt. Höepfners-verzlun átti húsið,
hafði leigt tveimur fjcilskyldum hluta af loftinu áður. Sannaðist þá,
að þröngt mega sáttir sitja. Þaðan flutti ég upp í Hólagerði, lítinn
torfbæ fyrir ofan kauptúnið, og var þar hálft annað ár. Þá flutti