Húnavaka - 01.05.1971, Síða 140
HÚNAVAKA
138
ég aftur í Sæmundsensbúð. Keypti hana af Kristjáni frá Ytrahóli,
sjómanni, fyrir 100 krónur. Skyldi ég greiða verðið með því að
láta hann fá fæði og þjónustu ákveðinn tíma. Einnig var ég sjó-
maður á skipi hans. Auk þess, sem ég stundaði sjómennsku og land-
vinnu eftir föngum, lét E. Hennnert mig oft sitja fyrir vinnu öðr-
um fremur, liirti ég kýr hans, hafði umsjón með heyöflun fyrir
hann og ýmsum útistörfum. I>að var oft þröngt í búi með matföng,
fábreytt fæði, stundum aðeins þurr fiskur og kaffi á eftir. Ég hafði
þá reglu, ef hægt var að salta niður á hverju hausti, á þriðja olíufat
af góðum fiski og stundum gat ég aflað síldar til að salta til vetrar-
ins.
Nú var Verzlunarfélag Vindhælinga í uppsiglingu. Keypti það
nærliggjandi hús af Höepfners-verzlun. Var þá álitið, þar sem Sæ-
mundsensbúðin var timburhús, að af lienni stafaði eldhætta. Seldi
ég þá verzlunarfélaginu húsið fyrir 700 krónur og tryggði mér enn-
fremur sanngjöxn viðskipti. Tók stóra lóð, á góðum stað, skammt
frá og byggði á henni steinhús, er ég nefndi Garð. Húsasmiður var
Árni Guðmundsson bóndi í Víkum. Er mér minnisstætt hve hann
var hagsýnn á byggingarefni. Það mun liafa verið 1930, er ég
byggði Garð.
Það mætti réttilega álíta, að ég kynni frá mörgu að segja af sjó-
ferðum frá æskuárum til efri ára, því sem nær ávallt á árabátum,
en slíkt yrði of langt mál frá að segja. Læt því nægja að segja: Það
var oft skammt milli lífs og dauða.
Árin liðu, börnin uxu upp og stofnuðu sitt heimili, en hrörnun,
samfara háum aldri, beið okkar hjóna. Nú voru mestu erfiðleikar,
fátækt og áliyggjur liðnar hjá og við höfðum komizt hjá að „þiggja
af sveit“. — Þegar ég ni'x á ellidögum lít yfir farinn veg, fyllist hugur
minn þakklæti til konu minnar, sem var mér ávallt, og einkum á
erfiðustu stundum, styrkur minn, líf og ljós.
Við fluttum frá Garði 1966. Voru börn okkar þá farin að heiman,
utan ein dóttir okkar, sem alltaf hefir verið hjá okkur. Það ár flutt-
um við hjónin, ásamt dóttur okkar, í hús Páls sonar okkar hér í
kauptúninu og höfum haft sér íbúð í húsi hans. Við hjónin eign-
uðumst 16 börn, eru 11 þeirra á lífi.
Kona mín andaðist 30. sept. 1970 og höfðum við þá verið í hjóna-
bandi í 68 ár.
Þannig sagðist Jóhannesi Pálssyni frá.