Húnavaka - 01.05.1971, Side 143
SR. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Minningar Olafs Gué mundssonar
II. ÞÁTTUR*
Skrdð eftir Ólafi Guðmundssyni.
Vorið 1891, kom Guðmundur Gíslason frá Tjörn og hófu þau
Elísabet búskap á Saurum í Nesjum. Þau fengu inni í gamalli ver-
búð, er nefnd var Búðarhús. Þetta voru óbrotin húsakynni, en Guð-
mundur reyndi að dytta að þeim eftir föngum. í húsi þessu var
grjótbálkur og breitt hey ofan á, og þiljaður veggurinn fyrir ofan
bálkinn með tveimur fjcilum. Eldunarpláss var í öðrum endanum.
Þar voru hlóðir, svo að þær hituðu upp alla búðina, er eldað var.
Þarna voru foreldrar mínir í tvö ár. Móðir mín var í kaupavinnu
á sumrin og hafði mig með sér, en faðir minn stundaði sjóróðra í
Nesjum. Þeim fæddist annað barn 3. marz 1893, er skírt var Hall-
dór. Eigi löngu síðar skildu þau samvistum, foreldrar mínir, Elísa-
bet og Guðmundur. Enda setti Guðmundur Gíslason nú saman
heimili með annari konu, Halldóru, er var nærkona þar í hreppn-
um. Hið unga barn, Halldór, tóku þau með sér og eigi fáum árum
síðar, andaðist Halldóra, en Halldór ólst að mestu upp á Keldu-
landi og hefur hann um áratugi verið vel metinn bóndi í Hólma í
Skagahreppi.
Er þetta bar við, bjó á Kálfshamarsnesi, formaður og skipasmið-
ur, Þorkell að nafni. Hann tók að sér að flytja okkur mömmu inn
á Einnstaðanes. Þetta ferðalag var fyrstu kynni mín af veröldinni.
Ég sá eitthvað blátt og kvikandi, en það var sjórinn og varð ég
hræddur. Ef til vill hafa það verið áhrif þess, að ég fann til sjó-
hræðslu, er ég fór að róa, en fljótlega vandist það af mér.
Tveir menn ræddu eitt sinn um þessa hluti. Annar sagðist vera svo
sjóhræddur, að hann mætti aldrei koma á sjó og bætti við: „Hvers
* 1. þáttur: „Hart var í heimi og nokkur nauð“, birtist í 10. árg.