Húnavaka - 01.05.1971, Page 144
142
HÚNAVAKA
vegna má slíkt verða“. Hinn sagði: „Þessu er auðsvarað“, en hann
var Jóki, ,,þú hefur drukknað í fyrri tilveru".
Fór nú Ólafur í fóstur til Gísla Guðmundssonar og konu hans,
Þórbjargar, er voru afi hans og amma og bjuggu á Finnstaðanesi.
Hjá þeim ólst hann upp, en þá andaðist afi hans, en Elísabet var
þá orðin vinnukona á Árbakka, hjá Jakobi Jósefssyni frá Spákonu-
felli og Björgu Jónsdóttur frá Háagerði. Fór nú Ólafur að Árbakka
og dvaldist þar í skjóli móður sinnar, Elísabetar. En sumarið áður,
1895, var Elísabet í kaupavinnu á Árbakka. Þar var þá kaupamaður,
borgfirzkur, Ólafur Sigurðsson frá Hurðarbaki í Svínadal í Borgar-
firði. Þau felldu hugi saman og voru gefin saman sunnudaginn í 14.
viku sumars 1896 í Spákonufellskirkju. Höfðu þá farið fram hinar
hefðbundnu lýsingar af stól, er prestur messaði á Spákonufelli. Er
þessi siður enn við lýði í Danmörku, að prestur lýsi til hjónabands
af stól í lok prédikunar, að fólk hyggi á hjúskap, og ef menn viti
meinbugi þar á, geta þeir komið og sýnt sig. Var oft margt fólk
við messugjörðir, ef giftingar stóðu til og svo var nú á Felli. Þegar
heim kom frá kirkju, sló Jakob Jósefsson, bóndi, upp brúðkaups-
veizlu á Árbakka. Sú veizla var tvöföld, af því að þennan sama dag
kom póstskipið Thyra til Skagastrandar. En með skipinu var einka-
dóttir þeirra hjóna á Árbakka, Þuríður Jakobsdóttir. Hafði hún
dvalist árlangt við nám í Höfn í hinum fræga skóla Frk Zahles. Þá
var Þuríður líka 1897—98 við nám í Handavinnuskóla í Höfn. Hún
varð síðan um fjölda ára kennari við kvennaskólana á Blönduósi
og í Reykjavík.
Meðal farþega á skipinu var ungur maður, Jens Lange málara-
meistari, ágætur maður. Þau Þuríður Jakobsdóttir og Jens Lange
felldu hugi.saman og voru um fjölda ára vel metin hjón í Reykjavík.
Þeirra dóttir er Thyra (Lange) Loftson, tannlæknir í Reykjavík.
Jakob á Árbakka veitti vel þennan dag. Var veizlan í stofunni á
Árbakka. Þar var og Jens Jósefsson bóndi á Spákonufelli og fjöl-
skylda hans. Menn gjörðust góðglaðir og stóð hófið fram á nótt.
Þá sungu menn meðal annars þetta:
Ég vil feginn biðja um bjór,
bezt mun það svala.
Trauðla synd er talin stór
toddý að fala, húrra, húrra.