Húnavaka - 01.05.1971, Síða 145
HÚNAVAKA
143
Nú glymur gleðinnar lag
af lnig og sál, hljómi skál,
allra dugandi drengja.
allra dugandi drengja.*
Fólk skemmti sér hið bezta, þó að á brúðkaupsdaginn væri rign-
ing og súld. F.n sú trú er til, að sé þá rigning muni það fólk, er
giftist þá, tárast mikið í hjónabandinu. Þann 17. september fæddist
þeim hjónum, Elísabetu og Olafi, dóttir, er var látin heita Herdís
Antónía, er síðar varð kennari. Hún andaðist 28. janúar 1920. Hún
var gift Halldóri Leví, verzlunarmanni á Rlönduósi.
Olafi leið vel á Arbakka og rómar mikið hve Þuríður Jakobsdóttir
var honum góð. Þetta haust var Hofsprestakall veitt séra Birni
Blöndal frá Kornsá í Vatnsdal og með því að hann var þá ókvæntur,
fékk hann sér vetrarvist á Árbakka, er var með syðstu bæjum í
prestakallinu. Hann hélt til í svonefndu norðurhúsi og var gluggi á
vesturvegg og smá ofn í þessari stofu. — Þætti það eigi íburðar-
mikil skrifstofa nú á dögum. Sr. Björn Blöndal var maður blátt
áfram, mikill gáfumaður og spjallaði oft við Jakob bónda og fólk
hans. Elísabet og Ólafur gáfu Herdísi systur minni í tannfé Passíu-
sálmana, útg. 1884. Sr. Björn Blöndal skrifaði á bókina nafn eig-
ans og gefenda, auk orðanna „gefin í tannfé“. Þetta er sú fegursta
skrift, er ég hefi séð, en þeir Kornsármenn voru mjög dáðir fyrir
fagra skrift, er var hrein koparstunga. Systur minni, Herdísi, þótti
mjcig vænt um þessa bók.
Um sr. Björn Blöndal má segja, að hann var á undan sinni sam-
tíð og heimspekilega sinnaður. Og er ég minnist tals Jaeirra Jakobs
á Árbakka og lians, virðist mér svo, að sr. Björn hafi verið and-
lega skyldur sr. Haraldi Níelssyni. Kemur þetta fram í aldamóta-
ræðu hans, er síðar mun greint frá.
Er sennilega eftir Álf Magnússon.