Húnavaka - 01.05.1971, Side 146
SIGURÐUR RJÖRNSSON, Örlygsstöðum:
rir hundrat)
árum
Frásögn sú, er hér l'er á eftir var tekin saman á árinu 1963 og
átti að verða beinagrind í dálitla sögu, sem Magnús heitinn á Syðra-
Hóli ætlaði að holdklæða og senda „Heima er bezt“. Atvik höguðu
því þannig, að af því varð ekki og verður því þetta sögukorn að
mestu án átthagalýsingar og ættleiðingar þeirra, er við sögu koma.
Því hvoru tveggju var Magnús heitinn vanur að koma fyrir á þann
hátt, er bezt við átti í hverri frásögn, með sinni alkunnu smekkvísi
og ritleikni.
Við austanverðan Húnaflóa, á vestanverðum Skaga um það bil
miðsvæðis milli Höfðakaupstaðar og Kálfshamarsvíkur, er byggða-
liverfi, er kallast undir Brekknabrekku, en því mun brekkan vera
nefnd Brekknabrekka, að upp af henni eru tvær aðrar brekkur,
Neðri og Efri Brunabrekka.
Árið 1863, þegar atburðir þeir gerðust, er hér verður frásagt,
voru þessir bæir í byggð undir Brekknabrekku. Þeir stóðu og
standa í röð í brekkunni, en frá henni til sjávar er víðast um hálfs
kílómeters bil, hið ágætasta land, hallar mót vestri, en hefir brekk-
urnar þrjár, hverja upp af annarri, fyrir skjólvegg fyrir norðaustan
áttinni. Syðsti bærinn heitir Örlygsstaðir, þá Kurfur, svo Hróars-
staðir og nyrzt Krókur. Tún allra þessara bæja liggja nú saman.
Kurfur og Krókur eru í eyði en nytjaðir af eigendum Örlygsstaða
og Hróarsstaða.
Árið 1863 voru þessir bændur á brekknajörðum:
Á Örlygsstöðum bjuggu hjónin Una Egilsdóttir og }ón Jóhannes-
son. Jóni var svo lýst, að hann var í hærra meðallagi á vöxt, þrekinn
um herðar og þykkur undir hönd og talinn rammur að afli. Gísli
Benediktsson, síðar bóndi á Hróarsstöðum, taldi Jón sér hraustari,
þó var Gísli talinn tveggja manna maki, enda rumur stór. Búsultur
mun lítið hafa verið til húsa hjá þeim Unu og Jóni, því að venja