Húnavaka - 01.05.1971, Síða 147
HÚNAVAKA
145
þeirra var að leggja 26 sauði til heimilis á hausti hverju. Þegar
kjötsúpa var skömmtuð, voru Jóni bónda ætlaðir 5 spaðbitar.
Þá bjó í Kurfi, Jóhannes, bróðir Jóns á Örlygsstöðum.
Á Hróarsstöðum, Sigvaldi, bróðir Helga á Skúfi.
í Króki bjó Hjálmar danski, reyndur sjómaður. Hafði verið í
siglingum með Dönum og því kallaður svo. Hann gekk fyrir kon-
ung og bað hann gefa sér kotið Vakurstaði í Hallárdal. Af því gat
þó ekki orðið, þótt það væri opinber eign þá, var það ekki kon-
ungseign. En drottning, sem var viðstödd, gaf Hjálmari nokkra
dali og þess vegna lét Hjálmar dóttur sína heita í höfuð drottn-
ingar.
Meðan fiskur gekk á grunnmið við austanverðan Húnaflóa, var
stutt að fara á góð fiskimið frá brekknabæjum og voru þau stunduð
nokkuð jöfnum höndum, og landbúnaður fram undir miðja þessa
öld, en þá tók að mestu fyrir, að fisks yrði vart á grunnmiðum, og
er svo enn.
Þetta vor (þ. e. 1863) var Gísli Benediktsson, sá er fyrr var nefnd-
ur, á vist með Jóni á Örlygsstöðum og fór með bát hans. Gísli var
sonur Benedikts Magnússonar prests í Fagranesi á Reykjaströnd
og var nú 25 ára. Þetta vor var hafíshrafl á Húnaflóa og lá ísinn í
spöngum, en einstakir jakar svömluðu á milli. Með Gísla fóru í
róður þann, er nú verður sagt frá, Jóhannes í Kurfi og heima-
maður hans, unglingspiltur, er Jóhann hét, seinna kallaður kirkju-
smiður. Þegar þeir komu um morguninn til að róa, Jóhannes og
Jóhann, var einhver óhugnaður í Gísla og vildi hann helzt hvergi
fara, en lét þó til leiðast, er hinir sóttu fast á, einkum Jóhann. —
Veður var gott, logn eða lítið kul og leituðu þeir víða fyrir sér
og fiskuðu lítið um daginn og nóttina, en er leið að morgni lögð-
ust þeir við stjóra. Þá var ísspöng milli þeirra og lands. Þeir vissu
af fleiri bátum á sjó, en sáu ekki til þeirra sökum íssins. Þegar þeir
höfðu legið fyrir föstu nokkra stund, bar að þeim ísjaka allmikinn.
Leit þó út fyrir um skeið, að hann myndi fara fram hjá, án þess að
ónáða bátverja. Svo varð þó ekki, því að forberg jakans stóð út
fyrir það, er upp úr var af honum og bar á stjórafæri bátsins og var
það meir en það þoldi. Þegar bátverjar vildu grípa til hnífs og
skera á færið, þá var hann fyrst ekki vís, en er hann fannst var það
bredda ein, sem lítið beit og var það jafn snemma að stjórafærið
saglaðist í sundur og bátnum hvolfdi. Þótt stjórafærið færi augna-
10