Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 148
Hfi
HÚNAVAKA
bliki of seint í snndur, varð það þó þeim til lífs, er á bátnum voru,
því ella hefði báturinn þvingazt í kaf undir jakann. Að sjálfsögðu
fóru þeir félagar allir í sjóinn, en Gísli þó ekki meir en það, að
hann varð ekki blautur um höfuð og axlir og komst strax á kjöl með
Jóhanni, og þótt aðstæður væru á engan hátt hlægilegar, sagði Ciísli,
að sér hefði orðið á að brosa, er þeir skriðu upp bátsbyrðinginn
sinn hvoru megin, hann og Jóhann. I>að var Jóhann, sem ólmastur
var að á sjóinn væri farið morguninn áður, en nú var Jéjhann með
fáti eða óráði og gætti sín ekki, svo að báturinn valt fleiri veltur,
en hvorugur þeirra Gísli eða Jóhann losnuðu við hann. Að lokum
fór svo æðið ai Jóhanni og hann tók föstu taki, er Gísli sá, að hann
myndi ekki sleppa. I>á var báturinn á réttum kili, maraði í kafi
þéíftufullur með þá Gísla og Jóhann innanborðs.
I>að er af Jé>hannesi að segja, að strax og bátnum hvolfdi Iosn-
aði hann við hann, en Jrað varð hans liapp, að hann náði í tvær árar,
sína undir hvora hendi og héldu Jrær honum uppi svo að höfuð lians
var úr kafi, en vatnaði um liáls hans.
Stuttu eftir að Jóhann ré>aðist og báturinn hætti að velta, bar
hann Jrar að sem J<>hannes flaut á árunum og komst Iiann í bátinn
til félaga sinna. — Ekki sáu þeir til annarra báta, en áttu jreirra
von ekki fjarri, og |>egar Jé>hannes kom upp í bátinn fé>r hann að
kalla á hjálp. lfar Jrað fljótt árangur. Kom Jrar fyrstur Sigvaldi á
Hré>arsstöðum og gekk hann rösklega fram í Jrví að ausa bát hinna
sjé>hröktu nranna og tína saman farvið Jreirra. Ellefu Jrorska fundu
Jreir af sínum afla.
I’egar Gísli kom heim að Orylgsstöðum eftir sólarhrings fjarveru,
hitti hann Unu lnismóður sína iiti við og sagði hún til hans: ,,Ég
var farin aðhalda, að Jrið ætluðuð ekki að koma af sjónum aftur“.
,,Það munaði litlu, að svo færi“, svaraði Gísli.
Heimildarmenn eru Björn Guðmundsson, sem nú er látinn, og Jón Gíslason.