Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 150
148
HÚNAVAKA
legu, svo seni kvikmyndavélum, veiðistöngum, sólbekkjum og fá-
einum bæklingum um geldingu graðhesta.
Sem sé, Sverrir Markússon var að fara í ferðalag. Bíllinn nam
staðar úti á bryggju, en þar var þá samankominn all stæðilegur
hópur virtra borgara úr þorpinu. Samkvæmt öllum s<)larmerkjum,
sem þá voru að vísu engin vegna ríkjandi veðurlags, hefði nú átt
að liggja sjóskip eitt mikið af skagfirzkum ættum við festar á lilöndu-
ósi. Svo var þó eigi og var þar um að kenna iðrakvefi skæðu, sem
herjaði á áhöfn skipsins.
Við inunuin þó halda fyrri áætlun og helja ferðasöguna frá og
með kl. 24.00, en þá hófst lerð okkar á hálfs annars tíma bið.
Þar sem við vorum saman komin á bryggjunni, fór ekki hjá því,
að manni yrði lmgsað til þess hvernig hverjum og einum væri inn-
an kviðar að leggja í slíka sjóferð allsendis óöruggur um sjóhreysti
sína, og að þurfa svo að bíða í ofvæni um óákveðinn tíma eftir far-
inu.
Bryggjan okkar líktist mikið biðstofu tannlæknis á þessari stundu.
Kiddi Andrésar gat engan veginn fengið húfu sína til að sitja
rétt á höfðinu, var sífellt að laga hana með fálmkenndum hreyfing-
um og lagði svo að lokum upp með hana úthverfa. Skarphéðinn
Ragnars leitaði stöðugt að myndavélinni sinni, sem liann að lok-
um fann um hálsinn á sjálfum sér. Helgi þurfti að pissa tvisvar á
hálftímanum, sem þó ágerðist undir lokin. Sjálfum held ég, að
mér hafi liðið líkt og eiginmanni, sem nýbúinn er að aka konu
sinni á fæðingardeildina í fyrsta sinni. Prestsfrúin ein virtist standa
af sér ofvænið, enda er sagt um konur í hennar starfi, að þær séu
vanar að sitja við gatið og bíða.
Um kl. 02.00 heyrðnst vélardrnnur nokkrar, enda var þá Héðinn
búinn að finna myndavélina og komið tómahljé)ð í Helga.
Pestin, sem þjakað hafði áhöfn Frosta, virtist ekki hafa verið
smitandi, a. m. k. leyfði Gnðmnndur fararstjóri sér þann munað
að lu')sta sterklega, er hann sté á bryggjuna án sýnilegra merkja, og
er það í algjörri mótsögn við manninn, sem hitti apótekarann og
bað liann um eitthvað við hé)sta. Snaraði apótekarinn í hann laxer-
olíu, en fékk síðan eftirþanka nokkra um það, að laxerolía hefði
e. t. v. ekki verið rétt meðal. En þegar hann sá manninn hinum
megin giitunnar, þar sem hann sté)ð og þorði ekki að hósta, skildist
honum, að hægt væri að stemma stigu við hósta með laxerolíu.