Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 152
150
HÚNAVAKA
Óli í Dal hafði nýlokið við þriðjn vísuna, þegar okkur bar út úr
þokunni og blasti þá við oss ein fegursta sýn. Höfðakaupstaður sást
einnig allvel og svo rnikla peningalykt lagði af staðnum, að þótt
þoka hefði verið, hefðum við samt getað „merkt“ þorpið. Bjarni
lóðs var nú við stýrið og rýndi ævinlega með hægra auga út um
bakborðsgluggann og því vinstra út um stjórnborðsgluggann, en
aldrei með báðum í einu. Söng hann liástijfum undir laginu „Aust-
an kaldinn á oss blés“, eftirfarandi vísu:
Þetta er flokkur fallegur,
fararstjórinn Guðmundur.
Héðinn, Bjarni, Haraldur,
Herdís, Birna, Þorvaldur.
Gunnbjörn, Svana, Gunnhildur,
Gúa-Jón og Hrafnhildur.
Einar, Jói, Ólafur,
oddvitinn og Sigríður.
Helgi, Raggi, Hjörleifur.
Heiðmar, Sverrir og prestur.
Eyrún, Stefán Steingrímsbur,
stutti Kiddi þar næstur.
Sigrún, Helga, höfundur.
Hann má koma síðastur.
Næstu klukkutímana gerði fólk ýrnist að njóta náttúrunnar eða
halla sér. Vildi þá Herdís eindregið fá að sofa hjá Gunnbirni og
fékk hún það. Prestur svaf vel eftir að hafa bjargað Guðsvatninu,
en enginn svaf þó betur en Jóhannes. Hann liafði tekið sér ból-
festu upp á kamrinum. Sem bátur vor nálgaðist Horn, eru farnar
að heyrast söngraddir um borð, og þegar óskalög sjúklinga byrjuðu
kl. 10.30, hljómaði rödd Svönu hvað fegurst. Jafnvel Alfreð gamli
Clausen hætti í miðri „Ömmubæn" og lét hana um að klára lagið.
Þegar svo lögin voru búin og Alfreð og Svana hætt að syngja, var
kvatt til hádegisverðar og etið þrískipt, utan Jóhannes, sem gerð-
ist kurteisastur og snæddi með öllum hópunum. Stefán lauk hangi-
kjötsbitanum framan við kappann og bar þannig sigurorð af þeim
aðkenningum, sem gert höfðu vart við sig í lúkarnum. Er hér var
komið, mun sögumaður hafa farið niður í lest og andað að sér slag-