Húnavaka - 01.05.1971, Side 154
152
HÚNAVAKA
hanga á snúrum og liggja á jörðunni. Einkum varð okkur þó hverft
við, er við fundum brjóstahaldara nr. 41 b. Þótti okkur nóg um
hispursleysi hér í klæðaburði, en óx að sama skapi áhugi fyrir við-
kynningu fólks þessa.
Inn stigum við í húsið með skjálfta og báðum guð að blessa hús-
ráðendur. Er ekkert svar heyrðist, litum við inn í næsta herbergi.
Blasti þá við okkur sjón misfögur. Þar hékk málverk af Jóni Sig-
urðssyni, yfir hrjótandi karlmanni, hálf Vodkaflaska stóð þar á
borði, með miðlungsbleikri þarfapappírsrúllu. Heill ættliður af
fiskiflugum sat að miðdegisverði í smurða brauðinu og glansandi
nakta kvenmannsfætur gat að líta í rifu milli stafs og hurðar. Gest-
risni þessa fólks fór afar vel í vasa og tók lítið „pláss“. Hurfum við
frændur því þaðan við lítinn orðstír. Það er nú að segja af öðru
ferðafólki, að prestur hafði rifjað upp gamlar endurminningar.
Hafði helzt borið til tíðinda þar fremra, að Einar, sem er guð-
hræddur maður vildi lesa bæn í kirkjunni, þótt frekar hefði mátt
búast við Sverri í það hlutverk, þar sem hann er lögskipaður með-
hjálpari í sinni sóknarkirkju. En rétt þegar Einar er kominn þar í
bæninni, er segir „verði þinn vílji“ flaug fluga í eyra honum, svo að
hann ærðist og varð frá að hverfa bæninni. Lét hann sér þetta þó
að kenningu verða og þvoði sér í eyranu. Einn var sá í hópi okkar,
sem hafði staðið sig öðrum betur þessa dagstund. Sverrir gekk á fjall
og rann skeiðið á þvílíkri ferð, að yngstu mönnum blöskraði. En
það sögðu togarasjómenn á Hala, að lengi sumars hefði legið þykk-
ur gufumökkur yfir fjallinu.
Er allir voru aftur komnir saman, var haldið í átt að gistingar-
stað hinu megin í Aðalvíkinni. Slegið var upp búðum og síðan
hafinn söngur við varðeld og undirleik Héðins. Eitthvað höfðu
menn bragðað á Mímisbrunninum og voru því sönghreyfari en
ella og á góðri leið með að verða hásir. Nóttin leið þarna í óbyggð-
um Vestfjarðakjálka eins og næturnar heima og grasið var dögg-
vott kl. 07.30 um morguninn, er risið var af beði og tennur burst-
aðar.
Nú skyldi farið í ærlega fjallgöngu, nema Bjarni Þorvaldsson,
sem hugði á langan svefn eftir langa vöku. Bjami er eins og alþjóð
veit afar berdreyminn, og þá er klukkutími er af fótaferð þeirra, er
á fjall gengu ókyrrðist Bjami og þóttust menn heyra hann mæla
allhátt fyrir um ferðir þeirra sjömenninga. Mun Bjarna hafa fund-