Húnavaka - 01.05.1971, Page 158
156
HÚNAVAKA
hann orðið að selja slorugan fisk á götum Blönduóss og víðar til að
draga fram lífið. Líður nú senn að því, að sést til mannaferða á
fjallsbrúninni og veltu þeir steinum í gríð og erg. Bjarna er þó
litlu h;egara um svefninn og kveður:
„Birtast á brúninni
berserkir þar uppi,
átta með aflið nóg
ástunda land og sjó.
Bylta þeir björgunum,
brjóta úr hömrunum.
Allt kernur yfir mig,
ásýnd er hrvllilig".
Með þessum orðum vaknar Bjarni við það, að Eyrún og Helga
liafa fellt yfir hann tjaldið.
Mér rann í brjóst fljótlega eftir að lagt var af stað undan Straum-
nesfjalli, áleiðis að Hesteyri. Komst ég ei til meðvitundar fyrr en
komið var á áfangastað. Vaknaði ég þá við, að Helga Þórðar var
að strjúka á mér magann og bjóða fram (því miður) kaffi og kald-
an hafragraut. Þá upp kom úr káetunni gat að líta þá tvo vígreifa,
með veiðistengur, Sverri og lóðsinn. Virtist mér Bjarni öllu hláku-
legri, enda kvaðst hann hafa sett í hafmeyju. Sverrir tautaði í sí-
fellu fyrir sér vísu þessa:
Er ég svona óheppinn
eða vantar lóðið.
Þetta er aumi andskotimr,
alltaf sama kóðið.
Viðdvöl var nokkur á Hesteyri, enda margt að skoða, og Jóhannes
undi sér við að fleyta kerlingar, enda nóg af þeim í túrnum. Þá er
staðurinn var yfirgefinn þótti nokkuð fámennt um borð og kom
þá í ljós missir Stefáns. Er hann um síðir fannst, var hann aðspurð-
ur um hvað hefði tafið ferðir hans og svaraði hann því til, að hann
liefði verið að leysa seli úr álögum. Siglt var nú sem leið lá beint
til ísafjarðar og á leiðinni fór fram í steikjandi sólarhita kosning
um hver væri bezt klæddur um borð. Þórhalla sigraði, hún þótti