Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 160
158
HÚNAVAKA
undir liádegi. Sjálfur gerði ég mér íerð ásamt Ragnari að skoða
staðinn og fann þá fyrir fyrri heitmey mína í vistarveru bak við
Kaupfélagið.
Ragnar varð þá eftir í búðinni, enda mun fleira kvenfólk þar.
Kkkert hafði ég upp úr krafsi mínu fyrir kyssitauið, annað en
harðfisk. Upp úr hádeginu yfirgáfum við fsafjörð og lá þá leiðin
næst til Fljótavíkur. Á jieirri leið gerðust söngraddir okkar æ háska-
legri og Jrað hefi ég frá fyrstu hendi, að mikið hafi fundizt af sturl-
uðum yrðlingum á Hornströndum, jrað sem eftir var sumars.
Fljótavíkin þótti mér hinn fegursti staður er vér komum á. Er
nú farið skyldi í land, sást til mannaferða þar fyrir. Tefldum vér
jiá fram okkar bezta njósnara, F.inari Evensen, og settum hann á
land upp vopnaðan talstöðvum og fögrum loforðum um löglegar
veiðiaðferðir.
Lauk hann erindi sínu og sendi síðan lykilorð um að leyfi væri
fengið fyrir landgxjngu og stangaveiði. Margt bar við í Fljótavík
og segja myndir efalaust mest þaðan. Næst var gengið á land í Horn-
bjargsvita og farið upp í vitann. Svönu sundlaði þar allmikið, enda
er hún vön allmikið styttri sjónlínu til jarðar. Þegar hér var komið,
held ég, að meira hafi verið farið að gæta heimferðahugar en ferða-
hugar. Sem dæmi um þá værð, sem nú var komin á hópinn get ég
nefnt, og tel vægt til orða tekið, að ekki sé það hversdagsleg sjón
eður augnayndi að sjá svo þrýstnar konur eins og þær Gunnhildi,
Sigríði og Svönu sofandi í miðju trollinu. Þær voru í það minnsta
mun stæðilegri en steinbítarnir, sem lágu í trollinu stuttu seinna.
Trúlega hefur verið dauflegt fyrir Bjarna lóðs að stýra inn útfló-
ann, með aðeins þrjár hræður á dekkinu, en þau Herdís, Ragnar og
Bjarni Þorvaldar, sem ein voru uppistandandi, undu sér hið ágæt-
asta við kaffilíkjör og rúsínur.
Það fyrsta, sem augað greindi af Blöndimsi, var reykurinn úr
Mjólkurstöðinni, er bar við himinn, en þegar klukkan var 11.30 f. h.
lagðist Frosti, þar að bryggju í hinu fegursta veðri og hafði marga
glaða lnigi innanborðs.
Er lokið var við að afferma bátinn, þakkaði Guðmundur sam-
ferðafólki sínu fyrir þátttökuna og Sverrir sté óðara upp á bílpall
og flutti varnarræðu fyrir hópinn.
Lýk ég svo sögunni með alkunnum orðum: „Svona fór um sjó-
ferð þá“.