Húnavaka - 01.05.1971, Side 164
162
HÚNAVAKA
laga sykurtoppar, sem voru höggnir niður með sterkum hníf í smá-
sneiðar og þær svo klipnar sundur með töngum í smá-mola og hafðar
með kaffi. Einnig keypti fóstra mín ögn af hveiti, eldspýtnabúnt og
kertapakka með alla vega litum kertum.
Ekki man ég eftir, að ég gæti keypt neitt, því að enga peninga
átti ég, samt hafði ég gaman af þessari ferð. Þegar fóstra mín hafði
verzlað, fór liún heim til sömu hjónanna og fyrr er getið, til þess
að kveðja Jrau. Þá var ekki við annað komandi en þiggja meiri
g()ðgerðir, varð Jíví töluverður stanz, en dagur er stuttur um þetta
leyti. Þegar við höfðum neytt góðgerðanna kvöddum við konuna
og börnin, en Jóhann gekk út með okkur. Þá var farið að bregða
birtu, en J>að sem verra var, það var farið að dimma um Skagafjöll-
in og snjómugga komin inn fyrir Skagaströnd. Samt lögðum við af
stað og Jóhann sagðist ganga með okkur fyrsta spölinn og bera pok-
ann. Við löbbum suður og upp staðinn og alla leið fram í svokall-
aðar Klaufir. Þai skildi Jóhann við okkur. Hann hafði orð á Jiví
við fóstru mína, að hún ætti að snúa við með sér og gista, en hún
vildi Jiað alls ekki.
Við stautum áfram og brátt hverfa okkur (">11 ljós frá kaupstaðn-
um, ])ví að nú leggjum við inn Hnjúkaflóann. Ekki höfðum við
lengi eftir honum gengið, þegar fór að hlaða niður snjó og biksvart
nátt- og hríðarmyrkur lagðist að.
Eftir töluvert langa göngu, að mér fannst, heyrðum við allt í
einu hundgá, ekki langt í burtu á vinstri hönd við okkur. Þá hýrn-
aði heldur yfir mér, Jiví að ég hafði verið hálfkvíðinn og é)ttast, að
við værum villt. Okkur kom saman um, að jietta væru hundarnir
á Hnjúkum og Jiá ættum við að geta fundið Sauðanes. Við höld-
um Jiví áfram hin hressustu. Ekki höfðum við lengi gengið, þegar
fór aftur að setja að mér óhug, en ekki lét ég á neinu bera. Hund-
gáið frá Hnjúkum var löngu útdautt og hvernig, sem ég hlustaði
vildu Sauðaneshundarnir ekki láta til sín lieyra. Svona liibbuðum
við áfram steinþegjandi, Jiar til ég veiti því athygli, að við vorum
komin í hrísmóa. Þá fór mér að veitast gangan erfið, |)ví að snjór
var nokkuð mikill og alltaf hlóð niður, en var blæjalogn. Okkur
varð nú ljóst, að eitthvað liafði okkur borið af leið. Fóstra mín
hélt, að við værum komin inn í Sauðanesnes. Brátt fór að sækja
á mig mikil þreyta. Mér fannst vel geta svo farið, að ég uppgæfist
alveg og þá þorði ég varla að hugsa lengra.