Húnavaka - 01.05.1971, Side 165
HÚNAVAKA
163
Ekki fannst mér nein von framar, að við næðum bæjum og engar
líkur til, að við lifðum af þessa nótt. Fóstra mín var góð kona
og trúuð. Hún hafði kennt mér mikið af fallegum bænum og frætt
mig um guð og Jesús Krist. Hún hafði sagt mér, að allir, sem
breyttu vel í lífinu færu til guðs, þegar þeir dæju. Nú rifjaðist
þetta upp og áður en ég vissi af var ég farinn að tauta fyrir munni
mér: Æ, góði, almáttugi guð, hjálpaðu okkur nú ef þú getur. —
Fóstra mín Iiafði sagt, að guð væri svo góður, að hann hjálpaði öll-
um, sem til hans leituðu í bænum sínum. Eg trúði þessu vel, enda
fannst mér sem ég hefði sjálfur reynt þetta. Ég hafði verið tekinn
ungur frá foreldrum mínum og systkinum. Mér hafði leiðzt afskap-
lega fyrst lengi, því að þótt ég væri ungur var ég orðinn vel viti
borinn. Þegar ég fékk mestu leiðindaköstin, fannst mér ég hvergi
geta verið, nema upp í djúpu sundi, sem var bak við Hamrakots-
bæinn. Þangað reyndi ég oftast að komast, ef illa lá á mér, því að þar
fannst mér sem guð einn mundi sjá mig. Þarna lá ég oft með þung-
um grátekka og sárbað guð að hjálpa mér. Ævinlega ef ég hafði
fengið að vera þarna nógu lengi, létti mér við þetta. Eins fór í
þetta sinn. Þegar ég hafði um stund beðið til guðs um hjálp, varð
ég alveg rólegur. Alltaf hlóð snjónum niður og við stauluðumst
áfram hægt og hægt, þótt hvorugt okkar vissi hvert haldið var. Loks
kom að því að okkur fannst eins og heldur minnkaði kafaldið og
rofaði til. Þá gerðist það hér um bil jafn snemma, að okkur fannst
sem við sjáum sjó fram undan. Við stönzum og hlustum. Jú, sjávar-
niður heyrðist og um leið urðum við þess áskynja, að við stóðum á
blábrún við ægilegt gil. Þegar fóstra mín hafði staðið þarna orðlaus
góða stund, sagði hún við mig:
— Guð hefur leitt okkur á rétta leið. Þetta gil heitir Draugagil
og er nokkuð fyrir utan Hjaltabakka. Nú rötum við ofan á Blöndu-
ós aftur og fáum að vera þar í nótt.
Héldum við svo af stað hægt og hægt ofan með sjávarbökkunum
og lofuðum víst bæði guð í hljóði.
Eftir þessa ferð hef ég ávallt haft það fyrir vana að biðja til guðs,
ef mér hefur fundizt eitthvað tvísýnt framundan og ævinlega fund-
izt mér gefast það vel og það veita mér styrk og ró.
Er ekki að orðlengja það, að við héldum áfram, þar til við stóð-
um allt í einu á brekkubrúninni fyrir ofan ósinn og sáum alla ljósa-
dýrðina, því að fólkið var ekki farið að sofa þótt framorðið væri. Við