Húnavaka - 01.05.1971, Side 167
HÚNAVAKA
165
Nú eru tímamir breyttir, sem betur fer. Akfærir vegir eru komn-
ir heinr að flestum byggðum bólum og ef það mikinn snjó leggur
á veginn, að farartækin eigi örðugt með að komast leiðar sinnar,
eru jarðýtur settar í gang til þess að hreinsa hann. Aumingja litla
kotið, Hamrakot, er nú löngu komið í eyði eins og fjölda mörg
önnur bændabýli á íslandi. Fólkið hefur horfið frá sveitunum og
flutzt til kaupstaðanna. Slík hefur þróunin orðið hin síðari ár.
Nú finnst mér sem áhorfanda, að ölln fólki í þessu landi geti liðið
vel ef það hefur heilsu og hugsun á að bjarga sér.
Skrifað í desember 1970.
Tíðindi úr Húnaþingi tínd af spjöldnm sögunnar.
Árið 1669 Maður ferðaðist með Blöndu með klyfjað liross, sem 7 vetra gamalt
barn sat á. Hann hafði bundið kú í hrosstaglið og rak hvorutveggja á undan sér.
Hrossið fór fram af bakkanum, þar vatnið hafði grafið að neðan, sprakk hann
fram og fórst þar barnið, hrossið og kýrin.
Arið 1685 Þorleifur Kortsson lögmaður á Þingeyrum hafði verið mest virður
fyrir alvöru hans hina miklu við galdramenn. Hann var þó spaklyndur maður
og auðsæll, fátalaður á þingum og þótti lítt að sópa, lítill vexti og einsýnn. Jón
hét sonur Þorleifs og var klausturhaldari á Þingeyrum um hríð, náði klaustrinu
með leynd undan föður sínum, hann deyði ókvæntur og hafði átt 3 launbörn.
Árið 1688 Þá spennti upp á Þingeyrasand, í stórfelldu norðanveðri og brimi,
stórt hundrað og 16 smáhveli, sem menn kalla níðinga (Hníðinga).
Árið 1819 Árið 1819 fæddust á íslandi 1326 börn. Óekta börn voru 186. Það
reiknast yfir höfuð, að hvert sjöunda barn hafi verið óekta. Húnavatnssýsla
hélt enn fram, sem hið fyrra ár, að hvert þriðja og fjórða barn yrði þar óekta
násvipað höfuðstöðunum París og Kaupmannahöfn, þar hvert þriðja barn fætt
1819 var óekta; en Hegranessýsla hefur það ár svo séð að sér og dafnað, í stað
annars og þriðja hvers barns, sem jtar fæddist óekta 1818, er nú aðeins hvert
sjötta Jtar borið óekta. Hinar flestar og orðnar miklu daufari.