Húnavaka - 01.05.1971, Síða 169
RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR:
Pyngsta bölié
„Heimilis böl er þyngra en tárum taki“, sagði Brynjólfur Skál-
holtsbiskup, — og það er satt. Svo getur sorgin verið þungbær, að
það sé ekki hægt að gráta. Heldur er líkast því að maður stirðni eða
sé að blæða út til ólífis.
Dauðinn er ekki alltaf sárasti harmurinn, jafnvel þó að vinirnir
séu burtkallaðir fyrirvaralaust og á unga aldri. Þeir geta oft á tíðum
látið eftir minningar svo bjartar og hlýjar, að dragi úr sárustu sorg-
inni. Af þeim getur lýst í sál manns eins og björtu sólarljósi, sem
yljar og vekur til nýrra átaka við lífið.
Meira að segja litla barnið, sem burtkallað er í upphafi göngu
sinnar, hefur gefið minningar. Blíða brosið og litlu, mjúku lóf-
arnir, að ógleymdum framtíðarvonunum, sem fléttaðar voru um
framtíð þess. En af sál þess þarf ekki að hafa áhyggjur. Henni er
búinn staður meðal englanna í landi ljóssins, þar sem friðurinn rík-
ir.
Ég tel það miklu bitrari sorg að sjá á eftir æskufólkinu og ást-
vinum sínum út í óreglu og spillingu. Sjá það glata öllu góða vega-
nestinu, sem því var í upphafi úthlutað til farsælla og góðra líf-
daga. Sjá það glata virðingu fyrir sjálfu sér, lítilsvirða allt það góða,
göfuga og trausta. Og að lokum eiga ekkert nema (irbyrgð og ógæfu
sér og sínum til handa. F.g tel áfengis- og eiturlyljaneyzlu mesta böl,
sem til er, því það gerir meira en eyðileggja einstaklinginn. Það
eru heimilin og börnin, sem bera dýpstu sárin.
Það er ömurlegt að sjá glæsilegt ungmenni, hvort heldur er karl
eða kona, sogast dýpra og dýpra í óreglu, örbirgð og gæfuleysi. Þar
er sárasta sorgin og tíminn græðir þau sár ekki. Þau minna sífellt á
sig. Þetta eru hjartasárin, sem gróa ekki. Þau blæða til hinztu stund-
ar.
Lífsgleðin og lífsorkan eru dýrmætir eiginleikar, og þeir, sem
eiga slíkan heilsubrunn geta lifað farsælu lífi. F.kki sízt ef þeir eiga