Húnavaka - 01.05.1971, Page 171
STEFÁN Á. JÓNSSON:
Merk
Hreppaskipan á íslandi í þeirri mynd, sem hún er enn þann dag
í dag er ævaforn og í raun og veru sá grundvöllur, er stjórnskip-
un okkar hefir að miklu leyti hvílt á.
Um það leyti, sem Alþingi var endurreist, var fornt sjálfstæði
hreppanna að mestu horfið úr höndum almennings og komið í hend-
ur umboðsmanna hins danska stjórnvalds. Hreppstjórar voru margir
og fór vald þeirra oftast eftir kappi og framgirni þeirra sjálfra. Aðal-
starfið, sem var fátækraframfærslan, var í mesta ólestri.
Magnús Stephensen dómstjóri lét þessi mál til sín taka og gerði
um þau tillögur. Gaf hann út árið 1809 „reglugerð handa hrepp-
stjórum“, sem kölluð var hreppstjórainnstrúxið. Lagði hann ná-
lega öll völd í hendur hreppstjórum, en þeir voru skipaðir af amt-
mönnum og fækkaði stórum. Með þessu komst meiri festa í stjórn
þessara mála, en um leið voru þau alveg dregin úr höndum hrepps-
búa og færð í embættismannakerfið. Þó mun framkvæmdin eitt-
hvað hafa verið breytileg og hreppsbúar stundum kosið sér hrepp-
stjóra eða tillögur þeirra teknar til greina.
Sett var fátækrareglugerð 8. jan. 1834, sem reyndist lífseig í meira
lagi. Gilti hún þar til fátækralögin voru sett 10. nóv. 1905. í þess-
ari reglugerð frá 1834 voru ákvæði um sveitfesti og framfærslu-
skyldu. Var framfærsluskyldan þrengd þannig, að niður fellur, nema
milli hjóna og barna þeirra.
Um sveitfesti var ákveðið, að kona ætti sveit manns síns. Börn
innan 16 ára aldurs ættu sveitfesti með föður, ef skilgetin voru,
ella með móður sinni. Þeir, sem komnir voru yfir 16 ára aldur eiga
sveit þar sem foreldrar áttu sveit, er barnið fæddist eða móðir, ef
barnið var óskilgetið. Samt gátu menn unnið sér sveit annars stað-
ar, ef þeir hafa dvalizt þar full 5 ár samfleytt og ekki þegið sveitar-
styrk á þeim tíma. Reynt var að fá breytingar á ýmsum ákvæðum
þessarar reglugerðar. Þótti mörgum 5 ár of stuttur sveitfestitími