Húnavaka - 01.05.1971, Síða 172
170
HÚNAVAKA
og bagalegur fyrir þá, sem leituðu fastrar atvinnu utan fæðingar-
sveitar. Þætti hætta á, að sá, sem í hlut átti, yrði til sveitarþyngsla,
var lagt kapp á að koma honum burt áður en hann yrði sveitfastur.
F.innig reyndu hyggnir hreppstjórar að koma fólki af sér með því
að styðja það til dvalar í öðrum hreppum, án Jæss að láta það heita
sveitarstyrk.
Árið 1848 var sveitfestitíminn lengdur í 10 ár.
Menn undu lítt þeirri skipan sveitastjórnarmála, sem færði <"»11
völd í hendur embættisvaldsins. Jónas Hallgrímsson vék að J»ví í
Fjölni 1835, og 10 árum síðar tók Alþingi þetta mál til meðferðar.
Vildi J»að fara að óskum manna um að fá meiri hlutdeild í stjórn
hreppsmála sinna. Hélt Alþingi Jressu vakandi á næstu þingum og
taldi eðlilegast, að sýslur fengju töluvert sjálfst;ett vald undir for-
ystu beztu manna, svo sem sýslumanns og prófasts, svo og hrepp-
arnir undir stjórn sýslunefnda.
Varð langvinnt þóf um J»etta milli Jnngs og stjórnar. Vildi stjórn-
in ekki fallast á skipnn sýslunefnda, lieldur láta hreppsstjórnirnar
koma beint undir amtsráðin. Þó fór svo að lokum, að stjórnin
lagði l'yrir Alþingi 1871 frumvarp um jretta efni, sem J»að gat fall-
izt á.
Með tilskipun 4. maí 1872 er aðgreining gerð milli umboðsvalds
stjórnarinnar, sem hreppstjórar fóru með áfram og stjórnar sveitar-
málefnanna. Var þetta stórmerk breyting í átt til aukins lýðræðis
í landinu.
Stjórn sveitarmálefnanna er falin kjörnnm hreppsnefndum, sýslu-
nefndum og amtsráðum, þó undir yfirstjórn og eftirliti landshöfð-
ingja. Tilskipun J»essi stóð allt til J»ess, er sveitarstjórnarlögin 10.
nóv. 1905 gengu í gildi.
Hreppsnefndir, skipaðar 3—7 mönnum, skulu kjörnar af hrepps-
búum til 6 ára í senn. Kosningarétt höfðu búandi karlmenn 25 ára
og eldri, er átt höfðu heima í hreppnum síðasta árið og goldið til
sveitaij»arfa. Árið 1882 fengu ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem
standa fyrir búi, kosningarétt. Kjörgengir voru atkvæðisbærir karl-
menn og var svo allt til ársins 1909, en þá fengu konur kjörgengi.
Oddvitar voru kjörnir til eins árs í senn og voru ólaunaðir, en
árið 1891 var hreppsnefnd heimiliað að greiða þóknun fyrir odd-
vitastarfið. Hreppaskilaþing skyldn haldin vor og haust og taka
þar ákvarðanir um hreppsmálefni.